Risasigur Blika og Stjarnan lagði Fylki

Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni sækir að marki Fylkis í leiknum …
Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni sækir að marki Fylkis í leiknum í kvöld. mbl.is/Ómar

Breiðablik skoraði hvorki fleiri né færri en þrett­án mörk í kvöld þegar liðið rót­burstaði FH í þriðju um­ferð Pepsi-deild­ar kvenna í knatt­spyrnu í Fíf­unni.

Kópa­vogsliðið fór illa með FH strax frá fyrstu mín­útu og var komið í 5:0 eft­ir 18 mín­út­ur. Mörk­in urðu átta fyr­ir hlé og fimm bætt­ust við í seinni hálfleik. FH fékk víta­spyrnu í stöðunni 12:0 en náði ekki að nýta hana. Telma Hjaltalín Þrast­ar­dótt­ir, Rakel Hönnu­dótt­ir og Al­dís Kara Lúðvíks­dótt­ir skoruðu sína þrenn­una hver fyr­ir Breiðablik, Hlín Gunn­laugs­dótt­ir skoraði tvö mörk og Fann­dís Friðriks­dótt­ir eitt, og þá var eitt sjálfs­mark. Þórður Jens­son þjálf­ari FH fékk brott­vís­un snemma í seinni hálfleikn­um og verður í banni í næsta leik Hafn­ar­fjarðarliðsins.

Meist­ar­ar Stjörn­unn­ar lögðu Fylki, 3:0, og nýliðarn­ir úr Árbæn­um fengu þar með fyrstu mörk­in á sig en þau komu öll í seinni hálfleik. Maeg­an Kelly var þar að verki í öll skipt­in.

Val­ur vann nýliða ÍA, 3:0, á Akra­nesi. Katrín Gylfa­dótt­ir skoraði í byrj­un leiks og Elín Metta Jen­sen bætti tveim­ur mörk­um við.

Sel­foss sigraði Aft­ur­eld­ingu 3:0 í Mos­fells­bæ. Guðmunda Brynja Óla­dótt­ir skoraði tvö mark­anna og Dagný Brynj­ars­dótt­ir eitt.

Breiðablik, Val­ur og Þór/​KA eru með 7 stig hvert í topp­sæt­un­um, Stjarn­an og FH eru með 6 stig, Fylk­ir 4, Sel­foss 3, ÍBV 3, en ÍA og Aft­ur­eld­ing eru án stiga.

Smellið á ÍSLENSKI BOLT­INN Í BEINNI til að sjá allt sem gerðist í kvöld.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert