Byrjunarlið Íslands gegn Eistlandi

Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru báðir í byrjunarliði …
Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson eru báðir í byrjunarliði Íslands gegn Eistlandi. mbl.is/Eggert

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu tilkynntu í kvöld byrjunarlið Íslands sem mætir Eistlandi í vináttulandsleik á Laugardalsvelli annað kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson kemur inn í byrjunarliðið eftir að hafa misst af leiknum gegn Austurríki á föstudag vegna meiðsla.

Alls gera Lars og Heimir fimm breytingar á byrjunarliðinu frá Austurríkisleiknum. Gunnleifur Gunnleifsson stendur í markinu í stað Hannesar Þórs Halldórssonar. Theodór Elmar Bjarnason tekur stöðu hægri bakvarðar í stað Birkis Más Sævarssonar og Hallgrímur Jónasson og Ragnar Sigurðsson verða miðverðir í stað Sölva Geirs Ottesen og Kára Árnasonar. Þá tekur Gylfi Þór sæti Viðars Arnar Kjartanssonar í byrjunarliðinu. Gylfi verður þó á miðjunni en Birkir Bjarnason í fremstu víglínu með Kolbeini Sigþórssyni.

Leikur Íslands og Eistlands hefst klukkan 19.15 á Laugardalsvelli.

Byrjunarlið Íslands (4-4-2): Mark: Gunnleifur Gunnleifsson Vörn: Theodór Elmar Bjarnason, Ragnar Sigurðsson, Hallgrímur Jónasson, Ari Freyr Skúlason Miðja: Rúrik Gíslason, Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði), Gylfi Þór Sigurðsson, Emil Hallfreðsson Sókn: Kolbeinn Sigþórsson, Birkir Bjarnason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert