Blikana skorti yfirvegunina

Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Daði Ólafsson eigast við í leiknum …
Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Daði Ólafsson eigast við í leiknum í gærkvöld. mbl.is/Ómar

Fylkismenn tóku á móti Breiðabliki í sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöld en lokatölur urðu 1:1.

Hátíðarstemning var í Árbæ en meistaraflokkur karla Fylkis var að leika sinn fyrsta leik fyrir framan nýja og glæsilega stúku sem Árbæingar hafa unnið hörðum höndum við að reisa.

Í upphafi var leikurinn nokkuð jafn og spennandi en fátt var um opin færi. Á 14. mínútu fengu Fylkismenn hins vegar hornspyrnu og uppskáru úr henni fyrsta mark leiksins. Ekki er hægt að segja að það hafi verið gegn gangi leiksins en það var hins vegar ekkert sem benti til þess að Fylkismenn væru að fara að skora.

Blikar sóttu í sig veðrið eftir að hafa lent undir og tóku fljótt yfirhöndina í leiknum.

Guðjón Pétur Lýðsson var einna líflegastur í framlínu Blika. Hann var duglegur að djöflast í varnarmönnum Fylkismanna, uppskar gult spjald og var heitt í hamsi. Á 33. mínútu var Guðjón aftur á ferðinni þegar hann útfærði aukaspyrnu sína frábærlega. Skapið virðist hafa hjálpað hinum sparkvissa Guðjóni í skotinu. Það má hins vegar setja spurningarmerki við Bjarna Þórð í markinu hjá Fylki.

Sjá allt um leikina í Pepsi-deildinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka