Auðveldur 5:0 sigur á Möltu

Ísland og Malta mætt­ust í undan­keppni heims­meist­ara­móts kvenna í knatt­spyrnu á Laug­ar­dals­vell­in­um klukk­an 18.00. Ísland sigraði 5:0 og hafði yfir 3:0 að lokn­um fyrri hálfleik. Fylgst var með gangi mála í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is.

Mörk Íslands skoruðu Elín Metta Jen­sen 2, Hólm­fríður Magnús­dótt­ir, Dóra María Lár­us­dótt­ir og Dagný Brynj­ars­dótt­ir.

Ísland er í öðru sæti riðils­ins með 13 stig úr sjö leikj­um og er í bar­áttu við Dan­mörku um annað sætið og mögu­legt um­spils­sæti.

Þá má fylgj­ast með fleiru sem teng­ist leikn­um og öðrum fót­bolta inn­an­lands í ÍSLENSKI BOLT­INN Í BEINNI.

Ísland 5:0 Malta opna loka
skorar Hólmfríður Magnúsdóttir (12. mín.)
skorar Elín Metta Jensen (20. mín.)
skorar Dóra María Lárusdóttir (40. mín.)
skorar Dagný Brynjarsdóttir (64. mín.)
skorar Elín Metta Jensen (86. mín.)
Mörk
mín.
90 Leik lokið
Leiknum er lokið og varnarmenn Möltu verða væntanlega hvíldinni fegnir. Íslenska liðið sótti stanslaust í 90 mínútur og uppskeran auðveldur 5:0 sigur í leik þar sem Malta átti ekki skottilraun.
90 Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) á skalla sem fer framhjá
90 Ísland fær hornspyrnu
90 Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Góð fyrirgjöf frá Söru en Harpa þurfti að renna sér í boltann og náði ekki að stýra honum í markið.
90 Ísland fær hornspyrnu
90 Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Dauðafæri ein á móti markmanni en lyfti boltanum yfir markið.
90 Hallbera G. Gísladóttir (Ísland) á skot sem er varið
Skot utan teigs en markvörðurinn réði við þetta.
90
Fjórum mínútum bætt við leiktímann
89 Dóra María Lárusdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Fast skot en varnarmaður komst fyrir og dró úr því kraftinn.
86 Dionne Tonna (Malta) kemur inn á
86 Natasha Pace (Malta) fer af velli
86 Rakel Hönnudóttir (Ísland) kemur inn á
86 Fanndís Friðriksdóttir (Ísland) fer af velli
86 MARK! Elín Metta Jensen (Ísland) skorar
Skoraði með góðu skoti með vinstri fæti í hægra hornið eftir góðan undirbúning Hörpu Þorsteins.
81 Ísland fær hornspyrnu
78 Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) á skalla sem fer framhjá
77 Brenda Borg (Malta) kemur inn á
77 Francesca Chircop (Malta) fer af velli
76 Elín Metta Jensen (Ísland) á skot sem er varið
Demicoli varði tvívegis í sömu sókninni
76 Hallbera G. Gísladóttir (Ísland) á skot sem er varið
74 Gabriella Zahra (Malta) kemur inn á
74 Antoinette Sammut (Malta) fer af velli
74 Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Litlu munaði að hún skoraði örfáum sekúndum eftir að hún kom inn á. Skokkaði inn í teig og tók þar á móti hornspyrnu Dóru en þrumaði boltanum rétt framhjá.
73 Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) kemur inn á
Tekur við fyrirliðabandinu af Dóru Maríu.
73 Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland) fer af velli
69 Ísland fær hornspyrnu
Frá hægri
68
579 áhorfendur á vellinum samkvæmt tilkynningu frá Páli Sævari Guðjónssyni vallarþul á Laugardalsvelli.
66 Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland) á skot sem er varið
64 MARK! Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) skorar
Dóra tók hornspyrnu. Leikmönnum Möltu tókst ekki að koma boltanum út úr teignum. Hann féll fyrir Dagnýju sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Loksins gengu hlutirnir upp hjá Dagnýju sem hefur fengið fjölda færa í leiknum.
63 Ísland fær hornspyrnu
Frá vinstri
63 Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland) á skalla sem er varinn
Fastur skalli en vel varið.
63 Elísa Viðarsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Rétt utan teigs en hátt yfir markið.
62 Elín Metta Jensen (Ísland) á skot sem er varið
Skot rétt utan teigs en of laust til að skapa usla.
60 Harpa Þorsteinsdóttir (Ísland) kemur inn á
Markaskorari kemur inn á fyrir varnartengilið.
60 Þórunn Helga Jónsdóttir (Ísland) fer af velli
56 Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Skallaði rétt framhjá eftir góða hornspyrnu Dóru.
56 Ísland fær hornspyrnu
Frá hægri. Fanndís komst inn að markinu hægra megin en leikmenn Möltu komust fyrir sendinguna.
53 Ísland fær hornspyrnu
Frá hægri
50 Elísa Viðarsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Skot utan teigs en hitti boltann illa.
50 Ísland fær hornspyrnu
Frá hægri
49 Ísland fær hornspyrnu
Frá hægri
48 Ísland fær hornspyrnu
Frá vinstri
48 Fanndís Friðriksdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Skot utan af kanti
48 Ísland fær hornspyrnu
Frá vinstri
47 Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Lúmskt skot en vel varið
46 Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn í Laugardalnum. Ísland byrjar með boltann.
45 Hálfleikur
Þriggja marka forskot að fyrri hálfleiknum loknum. Hólmfríður, Elín Metta og Dóra María skoruðu mörkin. Malta hefur varla komist yfir miðju og útlit fyrir fleiri íslensk mörk í seinni hálfleik.
45 Ísland fær hornspyrnu
Frá vinstri
45 Dóra María Lárusdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Skot af löngu færi
43 Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Markvörður Möltu heldur áfram að verja frá Dagnýju. Að þessu sinni af stuttu færi eftir fyrirgjöf Fanndísar.
40 MARK! Dóra María Lárusdóttir (Ísland) skorar
3:0. Fyrirliði Íslands í leiknum skoraði með föstu skoti úr teignum. Hólmfríður sendi inn á teiginn og Dóra lagði boltann fyrir Elínu Mettu. Skot hennar var varið af varnarmanni, Dóra hirti frákastið og skoraði.
37 Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland) á skalla sem er varinn
Utarlega í teignum og lítil hætta á ferð fyrir Möltu.
32 Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Eftir barning í teignum í kjölfar hornspyrnu Hallberu, fékk Dagný dauðafæri, en einhvern veginn tókst varnarmanni Möltu að verjast á línu.
32 Ísland fær hornspyrnu
Frá hægri. Íslenska liðið hefur farið mikið fram völlinn hægra megin.
30 Ísland fær hornspyrnu
30 Elísa Viðarsdóttir (Ísland) á skot framhjá
29 Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Ágætt skot utan teigs en markvörður Möltu, Demicoli, varði vel. Hún hefur byrjað leikinn nokkuð vel í markinu.
27
Hættuleg fyrirgjöf frá Elísu inn á markteig, Dóra sótti að markverðinum sem rétt náði að koma boltanum frá.
22 Fanndís Friðriksdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Komst í ágætt færi í teignum en markvörðurinn sá við henni og varnarmenn Möltu komu boltanum af hættusvæðinu í framhaldinu.
20 MARK! Elín Metta Jensen (Ísland) skorar
2:0. Fyrsta A-landsliðsmark Elínar í hennar 10. landsleik. Skoraði með skoti í vinstra hornið eftir barning í teignum.
16 Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Varnarmaður komst fyrir og dró kraftinn úr skotinu.
14 Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Náði ekki alveg til boltans. Spyrnur Hallberu frá hægri eru hættulegar. Skrúfar boltann vel inn að markinu.
14 Ísland fær hornspyrnu
12 MARK! Hólmfríður Magnúsdóttir (Ísland) skorar
1:0. Skallaði knöttinn í netið eftir góða hornspyrnu frá Hallberu. Fyrsta markið komið og ég leyfi mér að fullyrða að þau verði talsvert fleiri þegar uppi verður staðið. Leikmenn Möltu hætta sér ekki langt fram á völlinn enn sem komð er.
12 Ísland fær hornspyrnu
Frá hægri
7 Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Náði ekki að stýra boltanum á markið.
6 Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Dauðafæri í miðjum teignum en fast skot Dagnýjar fór beint á markvörðinn.
4 Ísland fær hornspyrnu
Frá hægri.
4 Þórunn Helga Jónsdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Fyrsta skottilraunin. Ágætlega varið frá Þórunni.
3
Fanndís keyrði inn í teiginn hægra megin en fyrirgjöf hennar rataði ekki á samherja í teignum.
1 Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Íslenska liðið leikur í áttina að sundlauginni.
0
Búið að leika þjóðsöngvana og leikurinn að hefjast.
0
Ísland á enn eftir fjóra leiki í undankeppninni ásamt þessum leik í dag. Stórleikur við Dani er á dagskrá í Laugardalnum 21. ágúst. Ísland tekur á móti Ísrael hinn 13. september og liðið lýkur undankeppninni fjórum dögum síðar gegn Serbíu á heimavelli. Íslenska liðið hefur því nú þegar afgreitt alla útileiki sína í riðlinum.
0
Keppinautar Íslands í riðlinum, Sviss og Danmörk, hafa þegar unnið sína leiki í dag. Svisslendingar fóru til Serbíu og unnu 7:0 og í Ísrael unnu Danir 5:0.
0
Eins og sjá má á liðsuppstillingu Íslands hér fyrir ofan gerir Freyr Alexandersson nokkrar breytingar á liðinu frá 1:1 leiknum við Dani. Elísa Viðarsdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir koma í vörnina í stað Ólínu G. Viðarsdóttur og Sifjar Atladóttur. Þórunn Helga Jónsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eru á miðjunni í stað Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Rakelar Hönnudóttur, og þá er Elín Metta Jensen í fremstu víglínu í stað Hörpu Þorsteinsdóttur.
0
Lið Möltu hefur tapað öllum sjö leikjum sínum í riðlinum og ekki náð að skora mark ennþá. Markatala liðsins er 0:36.
0
Ísland er með 10 stig eftir sex leiki og er í baráttu við Dani um annað sætið í riðlinum.
0
Velkomin með mbl.is á Laugardalsvöllinn þar sem leikur Íslands og Möltu hefst klukkan 18.00.
Sjá meira
Sjá allt

Ísland: (4-4-2) Mark: Þóra B. Helgadóttir. Vörn: Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir. Miðja: Fanndís Friðriksdóttir (Rakel Hönnudóttir 86), Þórunn Helga Jónsdóttir (Harpa Þorsteinsdóttir 60), Dóra María Lárusdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir (Sara Björk Gunnarsdóttir 73). Sókn: Elín Metta Jensen, Dagný Brynjarsdóttir.
Varamenn: Guðbjörg Gunnarsdóttir (M), Sif Atladóttir, Ólína G. Viðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir.

Malta: (4-4-2) Mark: Keoney Demicoli. Vörn: Kimberly Parnis, Rebecca D'Agostino, Natasha Pace (Dionne Tonna 86), Charlene Zammit. Miðja: Shona Zammit, Stefania St. Farrugia, Antoinette Sammut (Gabriella Zahra 74), Francesca Chircop (Brenda Borg 77). Sókn: Jade Flask, Alishia Sultana.
Varamenn: Sonia Farrugia (M), Gabriella Zahra, Claudette Xuereb, Dionne Tonna, Brenda Borg, Alessia Caschetto, Martina Borg.

Skot: Ísland 34 (23)
Horn: Ísland 17.

Lýsandi: Kristján Jónsson
Völlur: Laugardalsvöllur

Leikur hefst
19. júní 2014 18:00

Aðstæður:
Nánast logn, 12 stiga hiti en líkur á rigningu. Völlurinn blautur.

Dómari: Séverine Zinck, Frakklandi
Aðstoðardómarar: Elodie Coppola og Emilie Mougeot, Frakklandi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka