Þrátt fyrir vera með boltann lungað úr leiknum Víkingum í kvöld urðu Blikar að sætta sig við 1:0 tap þegar leikið var í 9. Umferð Íslandsmótsins í fótbolta í kvöld en Víkingar voru aðeins 9 þegar yfir lauk.
Fljótlega í leiknum sóttu Blikar sífellt meira en eftir gott skot komust Víkingar í skyndisókn þar sem Aron Elís Þrándarson lagði upp mark fyrir Pape Faye. Skömmu síðar urðu bæði Pape og Todor Hristov fyrirliði að fara útaf vegna meiðsla. Ekki batnaði staðan við það og Blikar sóttu en skyndisóknir Víkinga gátu verið skæðar.
Síðari hálfleikur var á svipuðum nótum en á 71. Mínútu fækkaði í röðum Víkingar þegar Arnþór Ingi Kristinsson fékk sitt annað gula spjald. Pressa Kópavogsbúa jókst til muna en Víkingar þéttu raðir sínar, vörðust af krafti og uppskáru sigur, þeirra þriðja í röð. Enn fækkaði þegar hjá Víkingum þegar Igor Taskovic fékk beint rautt fyrir að slá leikmann Breiðabliks þegar rétt fyrir leikslok.