Bikarmeistarar Breiðabliks gerðu góða ferð norður til Akureyrar og höfðu þar betur gegn Þór/KA, 1:0, sem sat í efsta sætinu fyrir leikinn. Þetta var fyrsti leikur af fjórum í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Guðrún Arnardóttir skoraði sigurmark Breiðabliks eftir hornspyrnu þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Lokatölur 1:0 og Breiðablik er nú komið með tíu stig.
Þór/KA heldur toppsætinu um stund, liðið var einu stigi á undan Stjörnunni fyrir leiki kvöldsins en þegar þetta er skrifað er Stjarnan að vinna Selfoss og gætu því stolið efsta sætinu áður en kvöldið er úti.