Gummi Ben: Erum gríðarlega glaðir

„Við erum gríðarlega glaðir,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3:2-sigur á Þór í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti sem Breiðablik vinnur í deildinni á tímabilinu og voru stigin þrjú því kærkomin. Guðmundur sagði hins vegar ekkert gefið í næstu leikjum og leikmenn verði að gefa allt sitt í verkefnið.

Guðmundur sagðist vona að sigurinn verði til að hvetja leikmenn sína til dáða í næstu leikjum, en þeir verði engu að síður að hugsa um hvern leik sem úrslitaleik. „Menn skulu ekki halda að það komi eitthvað að sjálfu sér í kjölfarið. Menn lögðu mikið í þennnan leik, fannst mér. [...] En það mun ekki hjálpa okkur ef við leggjum ekki jafn mikið á okkur í næstu leikjum. Við þurfum svo sannarlega að gera það.“

Frétt mbl.is: Langþráður sigur Breiðabliks

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka