Auðvelt hjá KR í Kópavogi

Grétar Sigfinnur Sigurðarson varnarmaður KR togar í Árna Vilhjálmsson framherja …
Grétar Sigfinnur Sigurðarson varnarmaður KR togar í Árna Vilhjálmsson framherja Breiðabliks. mbl.is/Styrmir Kári

KR-ingar eru komnir í undanúrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu eftir þægilegan 2:0 útisigur á Breiðabliki á Kópavogsvellinum í kvöld.

Óskar Örn Hauksson skoraði fyrsta mark leiksins með góðu skoti. Gary Martin fékk að vera einn og óáreittur út á kanti, sendi góðan bolta inn á teig þar sem Óskar kom á ferðinni og skoraði, óverjandi fyrir Gunnleif.

Baldur Sigurðsson skoraði svo með skalla á 34. mínútu eftir sendingu Gonzalo Balbi. Blikar heimtuðu rangstöðu en flaggið hélst niðri.

KR-ingar geta andað léttað eftir þennan leik. Þeir vildu sleppa auðveldlega frá þessum leik enda mæta þeir Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar um miðjan mánuðinn. Þeir þurftu lítið að hafa fyrir hlutunum í kvöld.

Blikar voru hugmyndasnauðir framá við og þvældust oft bara fyrir hvor öðrum. Ef þeir voru ekki að því sendu þeir annað hvort útaf eða á KR-inga. Það er erfitt að vinna fótboltaleiki þannig.

Nánari umfjöllun og viðtöl við þjálfara liðanna koma inn á mbl innan tíðar.

Fylgjast má með öllu sem gerist í kringum leiki kvöldsins í ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Breiðablik 0:2 KR opna loka
90. mín. Óskar Örn Hauksson (KR) á skot sem er varið Frábært skot en Gunnleifur ver í horn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert