Breiðablik heldur öðru sætinu

Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks gegn ÍA.
Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði sigurmark Breiðabliks gegn ÍA. mbl.is/Ómar

Áttundu umferð Pepsi-deildar kvenna lýkur í kvöld með fjórum leikjum, en þremur þeirra var að ljúka nú rétt í þessu. ÍBV tapaði heima fyrir Val, Breiðablik lagði ÍA og Þór/KA gerði markalaust jafntefli við Fylki.

ÍBV komst yfir í fyrri hálfleik gegn Val með marki Shaneku Gordon en Hildur Antonsdóttir minnkaði muninn eftir rúmlega hálftíma leik. Það var svo Elín Metta Jensen sem skoraði sigurmark Vals eftir aukaspyrnu, lokatölur 2:1 og Valur nú með fjórtán stig í þriðja sætinu.

Á Akureyri gerðu Þór/KA og Fylkir markalaust jafntefli og liðin hafa nú fjórtán stig í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Það gekk mikið á undir lokin en Fylkir fékk vítaspyrnu í uppbótartíma en Roxanne Barker í marki Þórs/KA varði spyrnuna og tryggði sínu liði stig.

Breiðablik hafði svo betur gegn nýliðum ÍA á Skaganum. Aldís Kara Lúðvíksdóttir skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikhlé, lokatölur 1:0. Breiðablik heldur því öðru sæti deildarinnar, er með 16 stig, fimm stigum á eftir Stjörnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert