Elfar Árni hetja Blika á Hlíðarenda

Bjarni Ólafur Eiríksson úr Val með boltann í leiknum í …
Bjarni Ólafur Eiríksson úr Val með boltann í leiknum í kvöld en Guðjón Pétur Lýðsson sækir að honum. mbl.is/Eggert

Breiðablik komst upp í sjöunda sæti Pepsi-deildar karla þegar liðið vann mikilvægan sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í 11. umferðinni í kvöld, 2:1. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði bæði mörk þeirra á fjögurra mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Það var ljóst frá byrjun að leikurinn yrði bráðfjörugur og krafturinn var mikill í báðum liðum. Blikar komust yfir á 17. mínútu með flottu marki frá Elfari Árna, sem skoraði með hælspyrnu upp í þaknetið af stuttu færi. Einungis fjórum mínútum síðar skoraði hann aftur eftir mistök í vörn Vals, en Árni Vilhjálmsson átti lokasendinguna  í báðum mörkunum.

Valsmenn gáfu í eftir þetta og á 30. mínútu minnkaði Kolbeinn Kárason metin þegar hann skoraði úr vítateignum eftir að Blikar náðu ekki að hreinsa frá. 2:1 og allt galopið.

Elfar Árni þurfti að fara af velli í hálfleik vegna höfuðhöggs undir lok fyrri hálfleiks sem blæddi mikið úr. Valsmenn reyndu hvað þeir gátu eftir hlé en lítið virtist ganga þegar fram völlinn var komið og því náðu þeir ekki að ógna verulega. Blikar voru hættulegir í sínum skyndisóknum en mörkin létu á sér standa hjá báðum liðum. Lokatölur 2:1 fyrir Blikum.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is en nánar verður fjallað um leikinn í Morgunblaðinu á morgun. Viðtöl birtast hér á vefnum síðar í kvöld. Ennfremur má sjá allt sem gerist í kringum og í leikjum kvöldsins í beinu lýsingunni ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI.

Valur 1:2 Breiðablik opna loka
90. mín. Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) á skot sem er varið +3. Laflaust.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert