Fanndís með þrennu í endurkomu Blika

Fanndís Friðriksdóttir skoraði þrennu gegn ÍBV í kvöld.
Fanndís Friðriksdóttir skoraði þrennu gegn ÍBV í kvöld. mbl.is/Eggert

Ní­undu um­ferð Pepsi-deild­ar kvenna í knatt­spyrnu lauk í kvöld með í hörku­leik Breiðabliks og ÍBV í Kópa­vogi en loka­töl­ur urðu 4:2 þar sem Fann­dís Friðriks­dótt­ir skoraði þrennu á síðustu fimmtán mín­út­um leiks­ins.

Eyja­kon­ur skoruðu fyrsta mark leiks­ins en þar var að verki Shaneka Gor­don með sitt sjö­unda mark í sum­ar en markið kom á 24. mín­útu. Markið var afar fag­mann­lega af­greitt af Shaneku sem lék á varn­ar­mann Blika áður en hún renndi bolt­an­um á milli lappa Sonný Láru í marki Blika.

Blika­kon­ur voru hins veg­ar ekki lengi að jafna met­in því fimm mín­út­um eft­ir mark ÍBV skoraði Jóna Krist­ín Hauks­dótt­ir með góðu skoti fyr­ir utan teig eft­ir þunga sókn Blika og staðan var 1:1 í hálfleik.

Tveir nýir leik­menn voru á vara­manna­bekk ÍBV í dag, þær Ari­ana Calderon og Natasha Anasi. Sú síðar­nefnda kom inná í hálfleik og var ekki lengi að setja mark sitt á leik­inn því hún skoraði strax á 50. mín­útu.

Blika­kon­ur gerðu það sem þær gátu til að jafna leik­inn og það tókst á 75. mín­útu þegar Fann­dís Friðriks­dótt­ur spólaði sig í gegn­um vörn ÍBV hægra meg­in á vell­in­um, kom sér inn í teig og þrumaði knett­in­um á nær­hornið. Hún var svo aft­ur á ferðinni á 84. mín­útu leiks­ins og aft­ur skoraði hún á nær­hornið en Blika­kon­ur höfðu sótt ansi stíft á Eyja­kon­ur eft­ir jöfn­un­ar­markið. Hún var svo aft­ur á ferðinni á 90. mín­útu þegar hún skoraði sitt þriðja mark, beint úr horn­spyrnu eft­ir mis­tök Bryn­dís­ar Láru í marki ÍBV. Niðurstaðan sann­gjarn 4:2 sig­ur Breiðabliks.

Með sigr­in­um kemst Breiðablik í 2. sætið og hef­ur 19 stig en stig­in eru ansi dýr­mæt í topp­bar­átt­unni við Stjörn­una. Stjörnu­kon­ur hafa 24 stig og því var þetta í raun lífs­nauðsyn­leg­ur sig­ur fyr­ir Blika­kon­ur. Eyja­kon­ur sitja áfram í 7. sæti deild­ar­inn­ar með 12 stig.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

90. LEIK LOKIÐ.

90. Mark 4:2 Blika­kon­ur fá horn­spyrnu sem Fann­dís Friðriks­dótt­ir tók. Bryn­dís Lára Hrafn­kels­dótt­ir var óhepp­in í mark­inu og missti bolt­ann inn.

90. Staðan er enn 3:2. Blikarn­ir virðast ætla að sigla þessu heim.

84. Mark, Staðan er 3:2. Fann­dís Friðriks­dótt­ir fær lang­an tíma til að at­hafna sig og skor­ar aft­ur á nær­hornið af stuttu færi hjá Bryn­dísi Láru í marki ÍBV. Ótrú­leg­ur viðsnún­ing­ur Blika!

80. Guðrún Arn­ar­dótt­ir, Bliki í færi eft­ir horn­spyrnu en skalli henn­ar lak rétt fram­hjá mark­inu.

76. Mark, staðan er 2:2. Þarna kom opn­un­in. Fann­dís Friðriks­dótt­ir kom sér al­gjör­lega upp á eig­in spýt­ur inn í teig ÍBV og þrumaði knett­in­um í nær­hornið.

75. Staðan er enn 1:2. Nú hellirign­ir hér í Kópa­vog­in­um en ann­ars er lítið að ger­ast í leikn­um. Blika­stúlk­ur halda bolt­an­um en ná ekki að opna þétta vörn ÍBV.

67. Nú er Blika­sókn­in orðin ansi þung og þær reyna hvað þær geta til þess að jafna met­in. Geng­ur ekki al­veg nógu og vel hjá þeim að skapa sér færi.

63. Staðan er enn 1:2. Lítið að ger­ast þessa stund­ina. Blika­stúlk­ur gerði eina skipt­ingu, Al­dís Kara Lúðvíks­dótt­ur fór af velli og inná kom Andrea Rán Hauks­dótt­ir.

57. Blika­stúlk­ur gera hvað þær geta til þess að jafna met­in. Fann­dís Friðriks­dótt­ir átti hörku­skot en það fór rétt yfir.

50. Mark, staðan er 1:2. Natasha Anasi, nýj­asti leikmaður ÍBV er strax bú­inn að koma sér á blað! Klár­ar færi sitt virki­lega vel en hún slapp ein í gegn eft­ir frá­bæra stungu­send­ingu frá Krist­ínu Ernu Sig­ur­lás­dótt­ur. Al­vöru inn­koma hjá þess­ari stelpu!

46. Síðari hálfleik­ur er haf­inn.

45. Natasha Anasi, einn af tveim­ur nýj­um banda­rísk­um leik­mönn­um ÍBV kem­ur inná í hálfleik. Þór­hild­ur Ólafs­dótt­ir, fyr­irliði ÍBV fer af velli en hún varði fyr­ir smá hnjaski í fyrri hal­fleik. Hlyn­ur Svan Ei­ríks­son, þjálf­ari Blika ger­ir eina breyt­ingu í hálfleik. Ragna Björg Ein­ars­dótt­ir kem­ur af velli og í henn­ar stað kem­ur María Rós Arn­gríms­dótt­ir.

45.  Hálfleik­ur hér í Kópa­vogi. Staðan er enn jöfn 1:1 í hörku­leik þar sem fær­in hafa held­ur bet­ur látið sjá sig en miðað við þenn­an fyrri hálfleik gæti sig­ur­inn dottið hvor­um meg­in sem er. Þó hafa Blika­stúlk­ur verið ívið sterk­ari í leikn­um og verið meira með bolt­ann.

36. Fann­dís þræddi bolt­ann á milli miðvarðar og bakv­arðar Eyja­kvenna á Al­dísi Köru Lúðvíks­dótt­ur sem sendi bolt­ann fyr­ir á Hlín Gunn­laugs­dótt­ur sem setti bolt­ann ofan á þverslána!

32. ÍBV í góðu færi. Shaneka Gor­don hafði leikið á Sonný Láru í marki Blika og var með bolt­ann  upp við marklín­una, nokkuð nærri horn­fán­an­um. Hún sendi bolt­ann út á Fjollu Shala sem náði ekki að at­hafna sig og Jóna Krist­ín Hauks­dótt­ir, varn­artengiliður Blika stoppaði skotið á síðustu stundu!

29. Mark, staðan er 1:1. Jóna Krist­ín Hauks­dótt­ir skor­ar með frá­bæru skoti fyr­ir utan teig! Eft­ir þunga sókn Blika þar sem Fann­dís Friðriks­dótt­ir lék vel á Sól­eyju GUðmunds­dótt­ir í vinstri bakverðinum og kom knett­in­um fyr­ir markið. Eyja­stúlk­ur hreinsuðu bolt­ann beint á Jónu sem skoraði með viðstöðulausu skoti neðst í vinstra markiðhornið. Virk­lega vel gert.

25. Blika­stúlk­ur hafa verið ívið sterk­ari það sem af er leiks og meira með bolt­ann. Telma er bú­inn að fá tvö dauðafæri en klúðraði þeim báðum. Það er dýrt spaug!

24. Mark, staðan er 0:1. Shaneka Gor­don skor­ar eft­ir frá­bæra af­greiðslu af stuttu færi þar sem hún lék vel á einn varn­ar­mann Blika. Markið kom upp úr skynd­isókn Eyja­kvenna, en Blikar vildu ein­ung­is mín­útu áður fá víta­spyrnu og hendi. Það var hins veg­ar erfitt að segja til um hvort sú krafa Blika­stúlkna væri rétt­mæt.

14. Bryn­dís Lára varði horn­spyrnu Fann­dís­ar Friðriks­dótt­ur, Blika í þverslána. Þarna munaði engu.

5. Aft­ur slepp­ur Telma al­ein í gegn. Þarna fór hún illa af ráði sínu. Skaut bolt­an­um fram­hjá. Mjög svo op­inn leik­ur hérna í Kópa­vog­in­um. Eyja­kon­ur fengu eitt hálf­færi á 4. mín­útu en þá skaut Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir í varn­ar­mann og fram­hjá.

3. Fyrsta færi leiks­ins komið. Telma Þrast­ar­dótt­ir slapp al­ein í gegn en lét Bryn­dísi Láru Hrafn­kels­dótt­ur, markvörð ÍBV verja frá sér.

1. Leik­ur­inn er haf­inn og Eyja­stúlk­ur hefja leik með bolt­ann og sækja í átt að Fíf­unni.

17:59  Greta Mjöll Samú­els­dótt­ir, Blika­kona og næst­um því Eurovisi­on-fari er mætt í stúk­una til að horfa á sitt lið.

17:54 Það stytt­ist í þetta. Fimm mín­út­ur í leik. Liðin hafa hitað upp af krafti og eru nú á leið inn í bún­ings­klef­ana til þess að heyra síðustu hvatn­ing­ar­orð þjálf­ar­anna.

17:50 Orðið á göt­unni er að Ari­ana Calderon, leikmaður ÍBV, sé ekki á land­inu en samt á skýrslu. Ef svo er, er ljóst a Jón Ólaf­ur Daní­els­son beit­ir öll­um brögðum til þess að rugla and­stæðing­inn í rím­inu.

17:41 ÍBV fékk til sín tvo banda­ríska leik­menn í dag, þær Ari­ana Calderon, fram­herja og Natasha Anasi, varn­ar­mann. Þær eru báðar á bekkn­um og ljóst er að fróðlegt verður að fylgj­ast með þeim fái þær tæki­færið hjá Jóni Ólafi Daní­els­syni, þjálf­ar Eyja­kvenna.

17:00 Byrj­un­arliðin er klár.

Lið Breiðabliks: Sonný Lára Þrá­ins­dótt­ur (M), Hlín Gunn­laugs­dótt­ir, Hild­ur Sif Hauks­dótt­ir, Ragn­ar Björg Ein­ars­dótt­ir, Telma Hjaltalín Þrast­ar­dótt­ir, Jóna Krist­ín Hauks­dótt­ir, Fjolla Shala, Al­dís Kara Lúðvíks­dótt­ir, Rakel Hönnu­dótt­ir, Fann­dís Friðriks­dótt­ir, Guðrún Arn­ar­dótt­ir.

Lið ÍBV: Bryn­dís Lára Hrafn­kels­dótt­ir (M), Sól­ey Guðmunds­dótt­ir, Sara Rós Ein­ars­dótt­ir, Vesna Elísa Smilj­kovic, Sig­ríður Lára Garðars­dótt­ir, Þór­hild­ur Ólafs­dótt­ir, Nadia Pat­ricia Lawrence, Krist­ín Erna Sig­ur­lás­dótt­ir, Shaneka Gor­don, Sa­brína Lind Ad­olfs­dótt­ir, Saga Huld Helga­dótt­ir.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert