Knattspyrnumaðurinn Oliver Sigurjónsson er genginn til liðs við Breiðablik eftir að hafa spilað með unglinga- og varaliði AGF í Danmörku undanfarin ár.
Oliver, sem er 19 ára gamall miðjumaður, skýrði frá þessu á Twitter rétt í þessu. Hann er 19 ára gamall og hefur spilað einn leik með 21-árs landsliði Íslands og samtals 41 leik með yngri landsliðunum en hann hefur verið fyrirliði þeirra beggja.
Oliver lék með Breiðabliki í yngri flokkunum en gekk til liðs við AGF þegar hann var 16 ára gamall.