Landsliðsþjálfurunum okkar í knattspyrnu karla, Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímssyni, varð tíðrætt um það á haustmánuðum síðasta árs hversu mikilvægt það væri að leikmenn landsliðsins spiluðu mikið og vel með sínum félagsliðum.
Þannig varð raunin í fyrra og landsliðið spilaði sinn besta fótbolta og náði sínum besta árangri í sögunni.
Ég verð að viðurkenna að undir lok síðustu leiktíðar í Evrópu var ég farinn að hafa áhyggjur af stöðu lykilmanna í landsliðinu. Okkar besti maður Gylfi Þór Sigurðsson var inn og út úr liði Tottenham eftir að hafa meiðst í byrjun febrúar, og svo spilaði hann náttúrlega oftast sem kantmaður hjá liðinu. Aron Einar Gunnarsson var nánast í frystiklefanum hjá Cardiff eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við. Kolbeinn Sigþórsson missti um tíma sæti sitt í byrjunarliði Ajax og skoraði aðeins fjögur mörk fyrir liðið eftir áramót. Birkir Bjarnason fékk tvo deildarleiki í byrjunarliði Sampdoria eftir áramót – átti sem sagt engan veginn upp á pallborðið hjá þjálfaranum sparkvissa Sinisa Mihajlovic. Loks var Jóhann Berg Guðmundsson í hálfgerðri gíslingu hjá AZ Alkmaar eftir að hafa gefið út að hann myndi yfirgefa félagið um sumarið.
Sjá viðhorfsgreinina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.