Sara: Gefum okkar allar í alla leiki

„Það gengur ágætlega að búa sig undir leikinn en vissulega er það svekkjandi að HM-draumurinn er úti," segir Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins sem mætir landsliði Ísraels í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli klukkan 17 á morgun. 

„Við verðum að taka eins mörg stig út úr þessum tveimur leikjum sem eftir eru í riðlinum til þess að standa sem best að vígi þegar kemur að því að styrkleikaraða í undankeppni EM," segir Sara Björk. 

„Við gefum okkur allar í alla leiki, hvort sem mikilvægi leiksins er mikið eða lítið. Það breytist ekki," segir Sara Björk en nánar er rætt við hana á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert