Ætla ekki að væla yfir stigi í Eyjum

ÍBV og Breiðablik skildu jöfn í dag 1:1 en leikurinn fór fram á Hásteinsvelli.  Guðmundur Benediktsson, þjálfari Breiðabliks var þokkalega sáttur með stigið. 

„Við viljum reyndar vinna alla leiki en þetta spilaðist nú þannig að ég er ekkert mjög ósáttur, satt að segja, með stigið.  Þetta var gríðarlega erfiður leikur og það var ekki mikið sem datt með okkur.  Þess vegna ætla ég ekki að vera væla yfir stigi í Eyjum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert