Aron Elís sparkaður úr leik?

Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkings R. í Pepsi-deild karla í knattspyrnu fór meiddur af velli í lok fyrri hálfleiks í leik Víkings og Vals í 19. umferð deildarinnar í kvöld.

Aron hafði verið sparkaður niður trekk í trekk af Valsmönnum og eftir þetta brot Iain Williamson á Aroni á 39. mínútu, sem meðfylgjandi mynd sem Kristinn Ingvarsson ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is tók, haltraði Aron af velli og var skipt útaf. Hann fór svo beint á slysadeild þar sem athugað er hvort hann sé brotinn.

Fjölmiðlamenn í Víkinni hafa verið ansi harðorðir í garð Valsmanna í textalýsingum sínum og á samfélagsmiðlinum Twitter, og láta í það skína að uppleggið hjá Val hafi hreinlega verið að sparka Aron Elís úr leik.

Sjá einnig:

Magnús: Hlusta ekki á svona kjaftæði

Ólafur: Lítur út eins og þetta sé skipulagt

Aron Elís er óbrotinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert