Tólfta jafntefli Blika kom gegn ÍBV

Eyjamenn fagna marki Brynjars Gauta Guðjónssonar, eftir að hann kom …
Eyjamenn fagna marki Brynjars Gauta Guðjónssonar, eftir að hann kom ÍBV yfir, 1:0. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV og Breiðablik skildu jöfn í miklum baráttuleik í Eyjum í dag.  Lokatölur urðu 1:1 sem gerir það að verkum að hvorugt liðið hefur losað sig við falldrauginn.  Ekkert lið hefur fallið með meira en 21 stig síðan 12 liða deild var tekin upp og miðað við það hefði sigur tryggt sæti í deildinni að ári.  Það voru því heldur niðurlútnir leikmenn sem gengu af Hásteinsvelli í leikslok.

Brynjar Gauti Guðjónsson kom ÍBV yfir á 25. mínútu þegar hann fylgdi eftir föstu skoti Arnars Braga Bergssonar úr aukaspyrnu.  Eyjamenn voru heldur sterkari lengst af í leiknum, sóttu vel undan rokinu í fyrri hálfleik og voru beittari gegn vindinum framan af í seinni hálfleik. 

En Blikar nýttu byrinn vel þegar leið á síðari hálfleikinn og Damir Muminovic jafnaði metin með hörkuskalla á 71. mínútu eftir sendingu Guðjóns Péturs Lýðssonar.  Fleiri urðu mörkin ekki og því bæði lið enn í fallhættu.

Breiðablik hefur nú gert 12 jafntefli í deildinni í 19 leikjum, sem er ansi athyglisvert.

Fylgjast má með öllum leikjum dagsins í ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI hér á mbl.is.

ÍBV 1:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Atli Fannar Jónsson (ÍBV) fær gult spjald Fyrir mótmæli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert