„Þeir hafa ekki byrjað neitt frábærlega en eru með gífurlega sterkan hóp og flotta einstaklinga. Þetta verður þokkalega opinn leikur, þeir bera virðingu fyrir okkur og munu ekki vanmeta okkur. Ef við spilum eins og við höfum gert í síðustu tveimur leikjum þá á þetta eftir að verða skemmtilegur leikur,“ sagði Ari Freyr Skúlason vinstri bakvörður íslenska landsliðsins.
Ari býst við skemmtilegum leik
„Við spilum okkar leik og með leikmenn á borð við Gylfa og Kolbein sem geta snúið hverju sem er í jörðina og sett hann í vinkilinn þá verður þetta bara skemmtilegt,“ sagði Ari sem fær það verðuga verkefni að takast á við stærstu stjörnu Hollendinga, Arjen Robben.
„Þetta verður áskorun. Maður væri ekki í þessu án þess að fá að spila á móti svona leikmönnum,“ sagði Ari sem óttast ekki hraðann á Robben.
„Bale hljóp hratt líka. Ég þurfti að hlaupa á eftir honum nokkrum sinnum,“ sagði Ari Freyr.