Rúnar hættur hjá KR

Rúnar Kristinsson hefur verið afar sigursæll með KR síðan hann …
Rúnar Kristinsson hefur verið afar sigursæll með KR síðan hann tók við liðinu sumarið 2010 - orðið bikarmeistari þrisvar og Íslandsmeistari tvisvar. mbl.is/Golli

Rún­ar Krist­ins­son er hætt­ur sem þjálf­ari KR. Var þetta full­yrt í frétta­tíma Stöðvar 2 í kvöld og haft eft­ir Kristni Kjærnested, for­manni knatt­spyrnu­deild­ar KR. 

Rún­ar hef­ur und­an­farið verið orðaður sterk­lega við þjálf­ara­starfið hjá Lilleström í Nor­egi þar sem hann lék á sín­um tíma við mjög góðan orðstír. 

Í frétt­um Stöðvar 2 kom einnig fram að KR myndi kynna nýj­an þjálf­ara á blaðamanna­fundi á þriðju­dag­inn en fjöl­miðlum hef­ur ekki verið send til­kynn­ing um það enn sem komið er. 

Næsta víst, eins og Bjarni Felix­son orðaði það svo oft hér um árið, er að Bjarni Guðjóns­son verði eft­ir­maður Rún­ars hjá KR en Bjarni hætti á dög­un­um sem þjálf­ari Fram. Hann hef­ur verið dug­leg­ur síðustu dag­ana að ræða við leik­menn KR-liðsins en Bjarni var sem kunn­ugt er leikmaður og fyr­irliði vest­ur­bæj­arliðsins áður en hann lagði skóna á hill­una.

Upp­fært kl 19:14

Jón­as Krist­ins­son, fram­kvæmda­stjóri KR, hef­ur sent út frétta­til­kynn­ingu fyr­ir hönd fé­lags­ins:

Rún­ar Krist­ins­son hef­ur látið af störf­um sem þjálf­ari meist­ara­flokks KR. Þar með skilja leiðir KR og Rún­ars að sinni en til­kynnt verður um eft­ir­mann hans eft­ir helgi.

Rún­ar lék með sig­ur­sæl­um yngri flokk­um KR og síðan meist­ara­flokki fé­lags­ins á ár­un­um 1986 til 1994. Næstu 13 ár lék hann er­lend­is en kom til KR að nýju árið 2007.

Rún­ar lék með Örgryte í Svíþjóð frá 1995 til 1997, Lilleström í Nor­egi frá 1997 til 2000 og Lok­eren í Belg­íu frá 2000 til 2007.

Rún­ar lék 225 leiki fyr­ir meist­ara­flokk KR og skoraði 40 mörk. Hann lék alls 463 leiki í efstu deild í fjór­um lönd­um

Hann var ráðinn yf­ir­maður knatt­spyrnu­mála hjá KR árið 2007 og tók við þjálf­un meist­ara­flokks á miðju sumri 2010. Fram­haldið var afar far­sæll kafli í sögu KR, Íslands­meist­ara­titl­ar árin 2011 og 2013 og bikar­meist­ara­titl­ar árin 2011, 2012 og 2014.

KR lék 197 leiki und­ir stjórn Rún­ars, sigraði í 127 þeirra, gerði 26 jafn­tefli en tapaði 44. Marka­tal­an er 432-244 KR í hag.

KR ósk­ar Rún­ari velfarnaðar í hverju því sem hann tek­ur sér fyr­ir hend­ur og þakk­ar af alúð fyr­ir afar ánægju­legt og far­sælt sam­starf. KR á von­andi eft­ir að njóta aft­ur starfs­krafta hans í framtíðinni.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert