Bylting á síðustu árum

Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson var kjörinn besti leikmaður síðasta Íslandsmóts og …
Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson var kjörinn besti leikmaður síðasta Íslandsmóts og er nú orðinn atvinnumaður í knattspyrnu. Ljósmynd/Adam Jastrzebowsk

Ingvar Jónsson, besti leikmaður síðasta Íslandsmóts í knattspyrnu, samdi í gær við norska úrvalsdeildarfélagið Start til þriggja ára.

Þar með eru íslenskir, karlkyns markverðir í atvinnumennsku í dag sex talsins og hafa aldrei verið fleiri. Þar að auki er Guðbjörg Gunnarsdóttir á mála hjá Lilleström í Noregi.

„Á síðustu 10 árum hefur orðið gríðarleg breyting í þjálfun á markvörðum. Menntun markmannsþjálfara er orðin mun betri og það skilar sér í betri markvörðum. Núna er það skylda, til að uppfylla leyfiskerfi KSÍ, að félög séu með menntaða markmannsþjálfara,“ sagði Guðmundur Hreiðarsson, markmannsþjálfari karlalandsliðsins.

Sjá umfjöllun um atvinnumarkverði í heild í íþróttablaði Morgublaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert