Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar í knattspyrnu, tilkynntu rétt í þessu hópinn sem fer til Orlando á Flórída í næstu viku og mætir Kanadamönnum í tveimur vináttulandsleikjum föstudaginn 16. og mánudaginn 19. janúar.
Fimm nýliðar eru í hópnum en það eru Hörður Árnason og Ólafur Karl Finsen úr Stjörnunni, Hólmbert Aron Friðjónsson frá Bröndby, Kristinn Steindórsson frá Columbus Crew og Elías Már Ómarsson frá Keflavík. Sá sjötti sem hefur ekki spilað landsleik er Haukur Heiðar Hauksson frá AIK en hann hefur verið í landsliðshópnum áður.
Þá eiga fimm leikmenn í 23 manna hópnum aðeins einn landsleik að baki.
Þrír leikmenn koma inn í hópinn eftir nokkurt hlé. Jón Guðni Fjóluson frá Sundsvall lék síðast landsleik í ágúst 2011 og Hjörtur Logi Valgarðsson frá Sogndal og Rúnar Már Sigurjónsson frá Sundsvall spilaði síðast í nóvember 2012.
Flestir lykilmanna landsliðsins eru fjarri góðu gamni þar sem ekki er leikið á hefðbundnum landsleikjadögum og þeir eru því uppteknir með sínum félagsliðum. Þeir sem spila á Englandi, Spáni, í Hollandi og Belgíu eru því ekki í hópnum. Þeir Ragnar Sigurðsson, Viðar Örn Kjartansson, Helgi Valur Daníelsson, Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Ari Freyr Skúlason og Aron Elís Þrándarson fengu ekki frí frá æfingaferðum með sínum félagsliðum, eða vegna meiðsla. Ari Freyr og Aron Elís eru báðir meiddir.
Hópurinn er þannig skipaður, landsleikjafjöldi fyrir framan:
Markverðir:
25 Hannes Þór Halldórsson, Sandnes Ulf
2 Ögmundur Kristinsson, Randers
1 Ingvar Jónsson, Start
Varnarmenn:
25 Sölvi Geir Ottesen, Ural
18 Theódór Elmar Bjarnason, Randers
12 Hallgrímur Jónasson, OB
8 Hjörtur Logi Valgarðsson, Sogndal
5 Jón Guðni Fjóluson, Sundsvall
1 Sverrir Ingi Ingason, Viking Stavanger
0 Haukur Heiðar Hauksson, AIK
0 Hörður Árnason, Stjörnunni
Miðjumenn:
33 Rúrik Gíslason, FC Köbenhavn
2 Björn Daníel Sverrisson, Viking Stavanger
1 Guðlaugur Victor Pálsson, Helsingborg
1 Guðmundur Þórarinsson, Sarpsborg
1 Rúnar Már Sigurjónsson, Sundsvall
1 Þórarinn Ingi Valdimarsson, FH
0 Kristinn Steindórsson, Columbus Crew
0 Ólafur Karl Finsen, Stjörnunni
Sóknarmenn:
11 Matthías Vilhjálmsson, Start
8 Jón Daði Böðvarsson, Viking Stavanger
0 Hólmbert Aron Friðjónsson, Bröndby
0 Elías Már Ómarsson, Keflavík