Fimm nýliðar í fótboltalandsliðinu

Hörður Árnason er nýliði í landsliðshópnum.
Hörður Árnason er nýliði í landsliðshópnum. mbl.is/Ómar

Lars Lag­er­bäck og Heim­ir Hall­gríms­son, landsliðsþjálf­ar­ar í knatt­spyrnu, til­kynntu rétt í þessu hóp­inn sem fer til Or­lando á Flórída í næstu viku og mæt­ir Kan­ada­mönn­um í tveim­ur vináttu­lands­leikj­um föstu­dag­inn 16. og mánu­dag­inn 19. janú­ar.

Fimm nýliðar eru í hópn­um en það eru Hörður Árna­son og Ólaf­ur Karl Fin­sen úr Stjörn­unni, Hólm­bert Aron Friðjóns­son frá Brönd­by, Krist­inn Stein­dórs­son frá Col­umbus Crew og Elías Már Ómars­son frá Kefla­vík. Sá sjötti sem hef­ur ekki spilað lands­leik er Hauk­ur Heiðar Hauks­son frá AIK en hann hef­ur verið í landsliðshópn­um áður.

Þá eiga fimm leik­menn í 23 manna hópn­um aðeins einn lands­leik að baki.

Þrír leik­menn koma inn í hóp­inn eft­ir nokk­urt hlé. Jón Guðni Fjólu­son frá Sundsvall lék síðast lands­leik í ág­úst 2011 og Hjört­ur Logi Val­g­arðsson frá Sogn­dal og Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son frá Sundsvall spilaði síðast í nóv­em­ber 2012.

Flest­ir lyk­ilmanna landsliðsins eru fjarri góðu gamni þar sem ekki er leikið á hefðbundn­um lands­leikja­dög­um og þeir eru því upp­tekn­ir með sín­um fé­lagsliðum. Þeir sem spila á Englandi, Spáni, í Hollandi og Belg­íu eru því ekki í hópn­um.  Þeir Ragn­ar Sig­urðsson, Viðar Örn Kjart­ans­son, Helgi Val­ur Daní­els­son, Birk­ir Már Sæv­ars­son, Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son, Ari Freyr Skúla­son og Aron Elís Þránd­ar­son fengu ekki frí frá æf­inga­ferðum með sín­um fé­lagsliðum, eða vegna meiðsla. Ari Freyr og Aron Elís eru báðir meidd­ir.

Hóp­ur­inn er þannig skipaður, lands­leikja­fjöldi fyr­ir fram­an:

Markverðir:
25 Hann­es Þór Hall­dórs­son, Sand­nes Ulf
  2 Ögmund­ur Krist­ins­son, Rand­ers
  1 Ingvar Jóns­son, Start

Varn­ar­menn:
25 Sölvi Geir Ottesen, Ural
18 Theó­dór Elm­ar Bjarna­son, Rand­ers
12 Hall­grím­ur Jónas­son, OB
  8 Hjört­ur Logi Val­g­arðsson, Sogn­dal
  5 Jón Guðni Fjólu­son, Sundsvall
  1 Sverr­ir Ingi Inga­son, Vik­ing Stavan­ger
  0 Hauk­ur Heiðar Hauks­son, AIK
  0 Hörður Árna­son, Stjörn­unni

Miðju­menn:
33 Rúrik Gísla­son, FC Kö­ben­havn
  2 Björn Daní­el Sverris­son, Vik­ing Stavan­ger
  1 Guðlaug­ur Victor Páls­son, Hels­ing­borg
  1 Guðmund­ur Þór­ar­ins­son, Sarps­borg
  1 Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, Sundsvall
  1 Þór­ar­inn Ingi Valdi­mars­son, FH
  0 Krist­inn Stein­dórs­son, Col­umbus Crew
  0 Ólaf­ur Karl Fin­sen, Stjörn­unni

Sókn­ar­menn:
11 Matth­ías Vil­hjálms­son, Start
  8 Jón Daði Böðvars­son, Vik­ing Stavan­ger
  0 Hólm­bert Aron Friðjóns­son, Brönd­by
  0 Elías Már Ómars­son, Kefla­vík

Ólafur Karl Finsen er nýliði í landsliðinu.
Ólaf­ur Karl Fin­sen er nýliði í landsliðinu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Kristinn Steindórsson, til vinstri, er nýliði í landsliðinu.
Krist­inn Stein­dórs­son, til vinstri, er nýliði í landsliðinu. Ljós­mynd/​Gunn­ar Elí­son
Hólmbert Aron Friðjónsson er nýliði í landsliðinu.
Hólm­bert Aron Friðjóns­son er nýliði í landsliðinu. mbl.is/​Golli
Elías Már Ómarsson er nýliði í landsliðinu.
Elías Már Ómars­son er nýliði í landsliðinu. Ljós­mynd/​Vík­ur­frétt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert