Ísland og Kanada skildu jöfn

Ísland og Kan­ada gerðu 1:1 jafn­tefli í síðari vináttu­leik þjóðanna sem fram fór í Flórída í Banda­ríkj­un­um í kvöld.

Kanda­menn komust yfir á 30. mín­útu með marki úr víta­spyrnu en Hólm­bert Aron Friðjóns­son jafnaði met­in fyr­ir Íslend­inga með marki úr víta­spyrnu sem dæmd var þegar Matth­ías Vil­hjálms­son var felld­ur inn­an teigs.

Lið Íslands: Ögmund­ur Krist­ins­son, Hauk­ur Heiðar Hauks­son, Hall­grím­ur Jónas­son, Jón Guðni Fjólu­son, Hörður Árna­son - Rúrik Gísla­son (Elías Már Ómars­son 46.), Guðmund­ur Þór­ar­ins­son (Björn Daní­el Sverris­son 72.), Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son (Guðlaug­ur Victor Páls­son 46.), Þór­ar­inn Ingi Valdi­mars­son (Ólaf­ur Karl Fin­sen 61.) - Jón Daði Böðvars­son (Matth­ías Vil­hjálms­son 46.), Hólm­bert Aron Friðjóns­son.

Bein texta­lýs­ing frá leikn­um:

90+4 Leikn­um er lokið með 1:1 jafn­tefli.

90. Upp­bót­ar­tím­inn er 4 mín­út­ur.

89. Matth­ías aft­ur ágeng­ur upp við mark Kan­ada­manna eft­ir fyrigjöf frá Elíasi en skot Matta fór í varn­ar­menn og aft­ur fyr­ir markið.

87. Íslend­ing­ar í dauðafæri en Matth­ías rann í teign­um eft­ir góða fyr­ir­gjöf frá Elíasi.

82. Nú eru rúm­ar 10 mín­út­ur til leiks­loka og það er kraft­ur í ís­lenska liðinu og það er lík­legra held­ur en Kan­ada­menn að skora sig­ur­markið.

75. Pat­rice Bernier með skot beint úr auka­spyrnu sem Ögmund­ur Krist­ins­son varði af ör­yggi.

72. Björn Daní­el Sverris­son var að koma inná fyr­ir Guðmund Þór­ar­ins­son.

67. Minnstu mátti muna að Ju­li­an De Guzm­an kæmi Kanda­mönn­um yfir en bolt­inn smaug fram­hjá mark­inu eft­ir gott skot hans.

64. MARK!! Hólm­bert Aron Friðjóns­son var að jafna fyr­ir Íslend­inga. Markið kom úr víta­spyrnu sem dæmd var þegar varamaður­inn Matth­ías Vil­hjálms­son var felld­ur inn­an víta­teigs.

61. Ólaf­ur Karl Fin­sen er kom­inn inná fyr­ir Þór­ar­inn Inga Valdi­mars­son.

60. Íslensku strák­arn­ir eru aðeins að hress­ast og átt ágæ­ar sókn­ir síðustu mín­út­urn­ar.

49. Stór hætta upp við ís­lenska markið. Dwayne De Ros­ario var í góðu færi en hitti bolt­ann illa.

46. Síðari hálfleik­ur er haf­inn. Þrjár breyt­ing­ar voru gerðar á ís­lenska liðinu. Matth­ías Vil­hjálms­son, Guðlaug­ur Victor Páls­son og Elías Már Ómars­son eru komn­ir inná fyr­ir Rún­ar Má Sig­ur­jóns­son, Jón Daða Böðvars­son og Rúrik Gísla­son.

45+2 Hálfleik­ur. Það er búið að flauta til leik­hlés í Or­lando þar sem Kanda­menn eru 1:0 yfir. Íslenska liðið hef­ur ekki náð sér á strik í þess­um fyrri hálfleik. Jón Guðni Fjólu­son var óhepp­inn að koma ekki Íslend­ing­um yfir á 25. mín­útu en koll­spyrna hans fór í þverslánna. Reikna má með að ein­hverj­ar skipt­ing­ar verða á ís­lenska liðinu í seinni hálfleik en heim­ilt er að gera sex skipt­ing­ar.

30. MARK!! Kan­ada­menn eru komn­ir í 1:0. Dwayne De Ros­ario skoraði markið úr víta­spyrnu sem dæmd var á Hauk Heiðar Hauks­son.

25. SLÁIN!! Íslend­ing­ar voru hárs­breidd frá því að kom­ast í 1:0 en skalli Jóns Guðna Fjólu­son­ar eft­ir auka­spyrnu Guðmund­ar Þór­ar­ins­son­ar small í þverslánni.

20. Það er enn marka­laust í viður­eign Íslend­inga og Kan­ada­manna og það hef­ur verið frek­ar fátt um fína drætti í leikn­um það sem af er.

13. Hólm­bert Aron Friðjóns­son var ná­lægt því að koma Íslend­ing­um í for­ystu en markvörður Kan­ada varði hörku­skot hans frá víta­teigs­lín­unni.

10. Leik­ur­inn fer ró­lega af stað en það eru ekki marg­ir áhorf­end­ur á leikn­um. Örugg­lega inn­an við 100.

1. Leik­ur­inn er haf­inn í sól­inni í Or­lando.

0. Byrj­un­arlið Íslands: Ögmund­ur Krist­ins­son - Hauk­ur Heiðar Hauks­son, Hall­grím­ur Jónas­son (F), Jón Guðni Fjólu­son, Hörður Árna­son - Rúrik Gísla­son, Guðmund­ur Þór­ar­ins­son, Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son, Þór­ar­inn Ingi Valdi­mars­son - Hólm­bert Aron Friðjóns­son, Jón Daði Böðvars­son.

0. Átta breyt­ing­ar eru á byrj­un­arliðinu frá fyrri leikn­um. Í byrj­un­arliðinu eru tveir nýliðar, bakverðirn­ir Hauk­ur Heiðar Hauks­son og Hörður Árna­son.

0. Íslend­ing­ar höfðu bet­ur á föstu­dags­kvöldið, 2:1, þar sem Krist­inn Stein­dórs­son og Matth­ías Vil­hjálms­son skoruðu mörk Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert