Stjarnan hagnast á Scholz

Alexander Scholz í leik með Stjörnunni.
Alexander Scholz í leik með Stjörnunni. mbl.is/Styrmir Kári

Íslandsmeistarar Stjörnunnar úr Garðabæ fá ágætan aukapening í framhaldi af sölu Lokeren á danska knattspyrnumanninum Alexander Scholz til Standard Liege.

Scholz lék með Stjörnunni árið 2012 en fór þaðan til Lokeren og í samningnum var ákvæði um að Stjarnan fengi tíu prósent ef hann yrði seldur áfram.

Samkvæmt belgískum fjölmiðlum er kaupverðið á þessum 22 ára gamla  varnarmanni þrjár milljónir evra. Stjarnan á þá rétt á 300 þúsund evrum en það eru 46 milljónir íslenskra króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert