Breiðablik hafði betur gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar, 2:1, í úrslitaleik fótbolti.net mótsins í knattspyrnu sem fram fór í Kórnum í kvöld.
Það var Arnór Sveinn Aðalsteinsson fyrirlið Blika sem skoraði sigurmarkið. Sigurður Sveinn Jóhannesson varði vítaspyrnu Arnórs en hann náði frákastinu og skoraði. Fyrra mark Blikanna skoraði Arnþór Ari Atlason. Veigar Páll Gunnarsson skoraði mark Íslandsmeistaranna, sem réðu algjörlega ferðinni í seinni hálfleik.
Þetta er í þriðja skipti á síðustu fjórum árum sem Breiðablik fagnar sigri á fótbolti.net mótinu en í fyrra var það Stjarnan sem stóð uppi sem sigurvegari eftir sigur á FH í úrslitaleik.