Ísland með Frakklandi og Úkraínu í riðli

Eyjólfur Sverrisson stýrir Íslandi í undankeppninni sem hefst í lok …
Eyjólfur Sverrisson stýrir Íslandi í undankeppninni sem hefst í lok mars. mbl.is/Golli

Íslenska U21-landslið karla í knattspyrnu er aftur í riðli með Frökkum í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Póllandi 2017, rétt eins og í síðustu undankeppni.

Frakkar eru sterkasta liðið í riðlinum en aðrar þjóðir auk Íslands eru Úkraína, Skotland, Makedónía og Norður-Írland.

Efsta lið hvers riðils kemst beint í 12 liða lokakeppnina en hingað til hafa aðeins 8 lið leikið í lokakeppninni. Fjögur lið með bestan árangur í 2. sæti síns riðils komast í umspil um tvö laus sæti.

Dráttinn í heild má sjá hér að neðan og er löndunum í hverjum riðli raðað eftir styrkleikaflokkum, frá þeim neðsta til þess efsta. Ísland var í 4. styrkleikaflokki og leikur í C-riðli.

Fyrstu leikir undankeppninnar eru dagana 23.-31. mars

A-riðill: Malta, Lettland, Moldavía, Svartfjallaland, Belgía, Tékkland.

B-riðill: Andorra, Litháen, Írland, Slóvenía, Serbía, Ítalía.

C-riðill: Norður-Írland, Makedónía, ÍSLAND, Skotland, Úkraína, Frakkland.

D-riðill: Liechtenstein, Albanía, Ungverjaland, Grikkland, Ísrael, Portúgal.

E-riðill: Lúxemborg, Búlgaría, Wales, Armenía, Rúmenía, Danmörk.

F-riðill: San Marínó, Eistland, Georgía, Króatía, Svíþjóð, Spánn.

G-riðill: Færeyjar, Aserbaídsjan, Finnland, Austurríki, Rússland, Þýskaland.

H-riðill: Kýpur, Hvíta-Rússland, Tyrkland, Slóvakía, Holland.

I-riðill: Kasakstan, Bosnía, Noregur, Sviss, England.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert