Framkvæmdastjóri KSÍ lætur af störfum

Þórir Hákonarson á Laugardalsvellinum haustið 2013.
Þórir Hákonarson á Laugardalsvellinum haustið 2013. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, mun láta af störfum hjá sambandinu á næstunni en hann hefur sinnt starfinu frá því í febrúar árið 2007 og tók þá við af þáverandi framkvæmdastjóra og núverandi formanni, Geir Þorsteinssyni. 

Þórir ritar pistil á heimasíðu KSÍ í dag þar sem hann þakkar fólki í hreyfingunni fyrir samstarfið. Þar kemur fram að Þórir muni hætta hjá KSÍ hinn 1. mars næstkomandi.

Þórir segist hafa íhugað frá því seint á síðasta ári að skipta um starfsvettvang og hann telur að nú sé rétti tíminn fyrir sig til að breyta til.

Ekki liggur fyrir hvort KSÍ hafi fundið eftirmann Þóris. 

Pistill Þóris á heimasíðu KSÍ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert