Katrín ekki með vegna höfuðhöggs

Guðrún Arnardóttir er komin í landsliðshópinn.
Guðrún Arnardóttir er komin í landsliðshópinn. mbl.is/Eggert

Katrín Ómarsdóttir, leikmaður enska meistaraliðsins Liverpool, mun ekkert leika með íslenska landsliðinu í knattspyrnu í Algarve-bikarnum í Portúgal.

Katrín hefur ekki jafnað sig eftir höfuðhögg sem hún fékk í leik með Liverpool og á vef KSÍ segir að í samráði við lækna hefði verið ákveðið að hún myndi ekkert spila á mótinu.

Guðrún Arnardóttir úr Breiðabliki, sem lék með 23 ára landsliðinu gegn Pólverjum í janúar, hefur verið kölluð inní hópinn í hennar stað. Hún verður ekki komin fyrir leikinn gegn Noregi á morgun en verður tiltæk fyrir tvo síðustu leiki Íslands á mótinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert