Skelfileg mistök (myndskeið)

Elísa Viðarsdóttir gerði dýrkeypt mistök í leiknum við Noreg.
Elísa Viðarsdóttir gerði dýrkeypt mistök í leiknum við Noreg. mbl.is/Eva Björk

Norðmenn fengu markið sitt á silfurfati sem tryggði þeim 1:0-sigur á Íslandi í B-riðli Algarve-bikarsins í knattspyrnu í gærkvöld.

Markið kom strax á 8. mínútu eftir skelfileg mistök Elísu Viðarsdóttur. Elísa hafði elt uppi sóknarmann Noregs og náð af henni boltanum, en reyndi svo sendingu aftur til Guðbjargar Gunnarsdóttur markvarðar sem heppnaðist alls ekki. Emilie Haavi gat þar með skorað auðveldlega í autt markið.

Markið má sjá hér að neðan auk viðtals við Haavi og miðvörðinn Maríu Þórisdóttur sem lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Noreg, en hún er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handknattleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert