Níu breytingar og fyrsti leikur Guðrúnar

Guðrún Arnardóttir verður í vörn Íslands gegn Japan í dag.
Guðrún Arnardóttir verður í vörn Íslands gegn Japan í dag. mbl.is/Eggert

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, gerir níu breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn heimsmeisturum Japans um 9. sæti Algarve-bikarsins sem hefst í Portúgal klukkan 12.15.

Aðeins Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir eru áfram í byrjunarliðinu frá jafnteflinu óvænta gegn Bandaríkjunum í fyrradag. Guðrún Arnardóttir úr Breiðabliki spilar sinn fyrsta A-landsleik og Margrét Lára Viðarsdóttir er með á ný eftir hvíld í fyrradag og er fyrirliði í sínum 97. landsleik.

Leikið verður á aðalleikvanginum í Algarve en þar fer síðan úrslitaleikur mótsins milli Frakklands og Bandaríkjanna fram klukkan 16 í dag. Leikir um önnur sæti fara fram í Albufeira og Bela Vista en alls eru sex leikir á dagskrá á þessum lokadegi mótsins. Svíþjóð og Þýskaland leika um bronsið, Noregur og Danmörk um 5. sætið, Brasilía og Sviss um 7. sætið og Portúgal leikur við Kína um 11. sætið.

Liðið er þannig skipað:

Markvörður: Sandra Sigurðardóttir

Hægri bakvörður: Elísa Viðarsdóttir

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðverðir: Guðrún Arnardóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir

Varnartengiliðir: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir

Sóknartengiliður: Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Rakel Hönnudóttir

Framherji: Guðmunda Brynja Óladóttir

Þær Guðbjörg Gunnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Anna María Baldursdóttir, Anna Björk Kristjánssdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir, sem hófu leikinn gegn Bandaríkjunum, eru á bekknum í dag, sem og þær Lára Kristín Pedeersen, Elín Metta Jensen og Sonný Lára Þráinsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert