Tveggja marka tap gegn heimsmeisturunum

Byrjunarliðið gegn Japan.
Byrjunarliðið gegn Japan. Ljósmynd/KSÍ

Íslendingar höfnuðu í 10. sæti í Algarve-bikarnum í knattspyrnu kvenna eftir 2:0 tap gegn heimsmeisturum Japans í Faro í Portúgal í dag.

Japanir gerðu út um leikinn í byrjun síðari hálfleiks en þeir skoruðu þá tvö mörk með stuttu millibili, fyrst Aya Miyama og síðan Yuki Ogimi, og eftir það var á brattann að sækja fyrir íslenska liðið, sem varðist vel í fyrri hálfleik.

Ísland náði ekki að vinna leik á mótinu og náði heldur ekki að skora mark. Ísland tapaði fyrir Sviss, 2:0, gegn Noregi, 1:0, og Japan, 2:0 og gerði markalaust jafntefli á móti Bandaríkjunum.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

-------------------------------

Ísland - Japan 0:2

90. Leiknum er lokið með 2:0 sigri Japana.

90. Uppbótartíminn er þrjár mínútur.

85. Japanir í stórsókn en á síðustu stundu tókst varnarmönnum íslenska liðsins að bjarga málum. Japanir eru nær því að skora þriðja markið en Ísland að minnka muninn.

81. Japan fékk gullið tækifæri til að bæta við þriðja markinu en skot framherjans úr opnu færi fór yfir markið.

78. Fanndís er farin af velli fyrir Guðnýju Björk Óðinsdóttur.

76. Íslendingar voru nálægt því að komast í gott færi eftir aukaspyrnu Hallberu en japönsku varnarmönnunum tókst að bægja hættunni frá á síðustu stundu.

65. Þreföld skipting. Hólmfríður, Glódís og Dagný koma inn fyrir Rakel, Ásgerði og Elísu. Glódís fer í hægri bakvörð, Dagný fremst á miðjuna og Hólmfríður á vinstri kantinn.

65. Heimsmeistararnir ráða nú algjörlega ferðinni. Mörkin tvö sem komu með skömmu millibili virðast hafa slegið íslenska liðið nokkuð út af laginu.

58. MARK!! Japan er komið í 2:0. Eftir sendingu frá vinstri kanti barst boltinn inn á markteiginn og þar náði japanskur leikmaður að pota boltanum í netið af stuttu færi. Spurning um rangstöðu!! Varamðaurinn Yuki Ogimi skoraði markið.

57. Japnir í hættulegri sókn en Söndru tókst að handsama boltann eftir hann hafði viðkomu í varnarmanni.

52. Sara Björk skallaði hátt yfir markið eftir aukaspyrnu Hallberu Gísladóttur.

48. MARK!! Japanir eru komnir í 1:0. Sandra réð ekki við skot rétt utan markteigsins. Markaskorarinn var Aya Miyama.

46. Seinni hálfleikur er hafinn. Tvær breytingar voru gerðar á íslenska liðinu í leikhléinu. Sara Björk Gunnarsdóttir  og Harpa Þorsteinsdóttir komu inn fyrir Margréti Láru Viðarsdóttur og Guðmundu Brynju Óladóttur.

45. Hálfleikur! Dómari leiksins hefur flautað til leikhlés í blíðunni í Portúgal. Staðan er, 0:0. Íslenska liðið hefur varist vel og hefur af og til átt ágætar skyndisóknir. Japanir komust næst því að skora á 40. mínútu þegar boltinn small í stöng íslenska marksins.

40. STÖNGIN!! Japanir í stórsókn. Fyrst áttu þeir skot í stöngina og í kjölfarið skot sem fór rétt framhjá markinu.

32. Rakel Hönnudóttir skallaði yfir markið eftir góðan sprett Fanndísar Friðriksdóttur upp hægri kantinn þar sem hún átti flotta fyrirgjöf.

30. Elísa Viðarsdóttir var að næla sér í gult spjald en hún er jafnan hörð í horn að taka.

27. Íslenska hefur átt í fullu tré við heimsmeistarana síðustu mínútur leiksins. Staðan er enn, 0:0.

24. Sandra Sigurðardóttir var rétt í þessu að verja afar vel þegar hún sló boltann aftur fyrir endamörk.

23. Íslenska liðið leikur í alhvítum búningum en japanska liðið er í dökkbláum búningum.

18. Rakel Hönnudóttir komst í þokkalegt færi en skot hennar var ekki nógu gott.

15. Staðan er enn markalaus í Faro. Japanska liðið hefur sótt heldur meira en íslenska liðið hefur varist vel. Stelpurnar okkar ná ekki að halda boltanum nægilega vel innan liðsins.

10. Hálftími er liðinn af leik Svía og Þjóðverja um þriðja sætið á mótinu og eru Þjóðverjar yfir, 1:0. Anja Mittag skoraði markið á 3. mínútu.

7. Japanska liðið byrjar betur og hefur náð nokkurri pressu á íslenska liðið á þessum fyrstu mínútum.

5. Leikurinn er í beinni útsendingu í sjónvarpi í Japan svo Íslendingar sem eru staddir þar geta fylgst með leiknum.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Það er 22 stiga hiti og sól skín í heiði í Faro þar sem leikurinn fer fram. Leikurinn fer fram á Estádio Algarve leikvanginum sem var byggður fyrir EM og tekur 30.000 manns. Það er því hætt við því að hálft tómlegt verði á vellinum.

0. Íslenska liðið hefur tapað tveimur leikjum á mótinu, gegn Sviss og Noregi og gert eitt jafntefli, gegn Bandaríkjunum. Íslenska liðinu hefur enn ekki tekist að skora mark en vonandi gerist það í dag.

0. Þetta er í fyrsta skipti sem þjóðirnar eigast við á knattspyrnuvellinu en Japanir hömpuðu heimsmeistaratitlinum í Þýskalandi árið 2011.

0. Guðrún Arnardóttir úr Breiðabliki spilar sinn fyrsta A-landsleik og Margrét Lára Viðarsdóttir er með á ný eftir hvíld í fyrradag og er fyrirliði í sínum 97. landsleik.

0. Freyr Alexandersson gerir níu breytingar á byrjunarliði Íslands frá markalausa jafnteflinu gegn Bandaríkjamönnum í fyrradag.

0. Góðan dag og verið vel­kom­in í texta­lýs­ingu mbl.is frá leik Íslands og Japans í Al­gar­ve-bik­arn­um en þetta er leikur um 9. sætið á mótinu. Við reyn­um eft­ir fremsta megni að upp­lýsa les­end­ur um gang mála í leikn­um.

Ísland: (4-5-1): Mark: Sandra Sigurðardóttir. Vörn: Elísa Viðarsdóttir, Guðrún Arnardóttir,  Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Fanndís Friðriksdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Rakel Hönnudóttir. Sókn: Guðmunda Brynja Óladóttir.

Sandra Sigurðardóttir markvörður íslenska liðsins í dag.
Sandra Sigurðardóttir markvörður íslenska liðsins í dag. Ljósmynd/KSÍ
Stelpurnar okkar hita upp fyrir leikinn.
Stelpurnar okkar hita upp fyrir leikinn. Ljósmynd/KSÍ
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert