Ellert skoraði tvö gegn Þrótti

Ellert Hreinsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik.
Ellert Hreinsson skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik lagði Þrótt úr Reykjavík að velli, 3:1, þegar liðin mættust í Lengjubikar karla í knattspyrnu í Kórnum í gærkvöld.

Arnþór Ari Atlason, fyrrverandi Þróttari sem Blikar fengu frá Fram í vetur, skoraði fyrsta markið á 12. mínútu og Ellert Hreinsson bætti öðru við þremur mínútum síðar. 

Vilhjálmur Pálmason minnkaði muninn fyrir Þrótt með marki á 25. mínútu en Ellert skoraði aftur undir lok fyrri hálfleiks, 3:1, og þar við sat.

Fylkir er með 13 stig á toppi 1. riðils, FH er með 9 stig, HK 9, Breiðablik 4, Þróttur R. 4, ÍBV 3, Víkingur Ó. 1 og BÍ/Bolungarvík ekkert.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka