Lúxusvandamál í Astana

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson mbl.is/Eggert

Eft­ir tíu daga hefst seinni hluti undan­keppni Evr­ópu­móts karla í fót­bolta eft­ir ríf­lega fjög­urra mánaða hlé. Reynd­ar má segja að þá ljúki fyrri hlut­an­um því fimmta um­ferðin af tíu er leik­in laug­ar­dag­inn 28. mars. Þá verður ís­lenska landsliðið í sinni lengstu keppn­is­för í undan­keppni stór­móts í sög­unni og sæk­ir Kasakst­an heim í fyrsta skipti.

Þá spil­ar Ísland jafn­framt í fyrsta skipti inn­an­húss á þess­um vett­vangi en þjóðarleik­vang­ur­inn í Ast­ana, höfuðborg Kasakst­an, er yf­ir­byggður – ný­legt og glæsi­legt mann­virki sem lokað er með fær­an­legu þaki þegar veður­skil­yrði myndu ann­ars gera ókleift að spila fót­bolta á þess­um slóðum. Eins og þau eru vana­lega á þess­um árs­tíma lengst inni í miðri Asíu.

Ljóst er að Lars Lag­er­bäck og Heim­ir Hall­gríms­son verða með mjög svipað lið og í þeim fjór­um leikj­um sem bún­ir eru í undan­keppn­inni. Og leikaðferðin er klár, þeir stilla alltaf upp í 4-4-2. Helsta breyt­ing­in er sú að Eiður Smári Guðjohnsen bæt­ist ör­ugg­lega í hóp­inn. Hann er reynd­ar ekki bú­inn að fá vega­bréfs­árit­un til Kasakst­an eins og full­yrt var fyrr í vik­unni en það er tækni­legt smá­atriði sem verður leyst.

Elm­ar spil­ar varla

Ólík­legt er að Theó­dór Elm­ar Bjarna­son spili í Ast­ana en hann meidd­ist í hné um síðustu helgi. Elm­ar hef­ur spilað sem hægri bakvörður í öll­um fjór­um leikj­um Íslands í keppn­inni til þessa. Helgi Val­ur Daní­els­son og Sölvi Geir Ottesen voru líka fjar­ver­andi um síðustu helgi vegna meiðsla en hvor­ug­ur hef­ur komið við sögu í keppn­inni og þeir hafa setið á bekkn­um all­an tím­ann í leikj­un­um fjór­um. Þá er Ögmund­ur Krist­ins­son, sem var vara­markvörður í Tékklandi, frá vegna meiðsla í augna­blik­inu.

Frétta­skýr­ingu Víðis um lands­leik­inn er að finna í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert