Breiðablik sigraði HK, 1:0, þegar Kópavogsfélögin mættust í Lengjubikar karla í knattspyrnu í Kórnum í kvöld.
Oliver Sigurjónsson skoraði sigurmark Breiðablik strax á 16. mínútu leiksins, beint úr aukaspyrnu.
Fylkir er með 13 stig í 1. riðli keppninnar, FH 9, HK 9, Breiðablik 7, ÍBV 6, Þróttur R. 4, Víkingur Ó. 1 og BÍ/Bolungarvík ekkert.
Kópavogsfélögin gerðu leikinn að styrktarleik fyrir Ólaf Ingimundarson, sem hefur verið atkvæðamikill í báðum félögunum, en hann glímir við erfið veikindi. Margir íþróttaáhugamenn kannast við Ólaf undir nafninu „Hlerinn.“