Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck landsliðsliðsþjálfarar í knattspyrnu karla hafa valið leikmannahópinn sem mætir Kasakstan í Astana þann 28. mars næstkomandi í fimmta leik liðsins í undakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu, og Eistlandi í vináttulandsleik í Tallinn þremur dögum síðar.
Eiður Smári Guðjohnsen leikmaður Bolton er í hópnum á nýjan leik en hann hefur ekki spilað frá því í umspilsleikjum Íslands gegn Króatíu fyrir heimsmeistaramótið árið 2014.
Sölvi Geir Ottesen og Theódór Elmar Bjarnason eru ekki með vegna meiðsla. Jón Guðni Fjóluson, Guðlaugur Victor Pálsson og Haukur Heiðar Hauksson koma inní hópinn í fyrsta sinn í þessari undankeppni.
Hópur Íslands sem mætir Kasakstan 28. mars og Eistum 31. mars:
Markverðir:
Hannes Þór Halldórsson, Sandnes Ulf
Ögmundur Kristinsson, Randers
Ingvar Jónsson, Start
Varnarmenn:
Birkir Már Sævarsson, Brann
Ragnar Sigurðsson, Krasnodar
Kári Árnason, Rotherham United
Ari Freyr Skúlason, OB
Jón Guðni Fjóluson, Sundsvall
Haukur Heiðar Hauksson, AIK
Hallgrímur Jónasson, SønderjyskE
Hörður Björgvin Magnússon, Cesena
Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson Cardiff City
Guðlaugur Victor Pálsson, Helsingborg
Emil Hallfreðsson, Hellas Verona
Birkir Bjarnason, Pescara
Jóhann Berg Guðmundsson, Charlton
Rúrik Gíslason, FC København
Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea City
Eiður Smári Guðjohnsen, Bolton
Sóknarmenn
Kolbeinn Sigþórsson, Ajax
Alfreð Finnbogason, Real Sociedad
Jón Daði Böðvarsson, Viking
Viðar Örn Kjartansson, Jiangsu Guoxin-Sainty