Arnþór með tvö í sigri Blika

Ellert Hreinsson skoraði eitt mark í kvöld.
Ellert Hreinsson skoraði eitt mark í kvöld. Árni Sæberg

Blikar unnu góðan 4:1 sigur á Víkingi Ólafsvík í Lengjubikarnum í kvöld og lyfti liðið sér upp í 3. sæti síns riðils með sigrinum.

Steinar Már Ragnarsson kom Ólsurum yfir í leiknum í fyrri hálfleik en hinn sparkvissi Guðjón Pétur Lýðsson jafnaði metin fyrir Blika, og staðan 1:1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik réðu Blikar lögum og lofum og skoruðu þrjú mörk. Arnþór Ari Atlason sem spilaði með Fram á síðustu leiktíð skoraði tvö mörk á 63. og 81. mínútu en Ellert Hreinsson eitt á 67. mínútu.

Blikar hafa 10 stig í 3. sæti riðils 1 eftir fimm leiki en Ólsarar hafa fjögur í 7. sætinu eftir jafn marga leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka