Þriggja marka tap í Rúmeníu

Eyjólfur Sverrisson, Árni Vilhjálmsson, Þorri Geir Rúnarsson
Eyjólfur Sverrisson, Árni Vilhjálmsson, Þorri Geir Rúnarsson

Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu tapaði 3:0 fyrir Rúmenum ytra í kvöld í vináttulandsleik þjóðanna. Leikurinn er liður í undirbúningi liðsins fyrir undakeppni Evrópumótsins sem hefst í júní.

Rúmenarnir hófu leikinn af krafti og skoruðu mark strax eftir 9. mínútna leik eftir slæman varnarleik íslenska liðsins. Þeir kláruðu svo leikinn með tveimur mörkum snemma í síðari hálfleik á 48. mínútu og 51. mínútu.

Íslenska liðið átti góða spretti í leiknum og fékk nokkur færi. Aron Elís Þrándarson lék vel í kvöld og átti meðal annars skot í slá.

Fjölmargir leikmenn Íslands spiluðu sinn fyrsta U21 árs. Fjórir nýliðar voru í byrjunarliðinu, þeir Adam Örn Arnarsson, Daníel Leó Grétarsson, Samúel Kári Friðjónsson og Kristján Flóki Finnbogason.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

-------------------------

90. +3. Leik lokið. Þriggja marka sigur Rúmena staðreynd.

90. Viðar Ari Jónsson með hættulegt skot í teignum en skotið naumlega varið.

82. Albert Guðmundsson kemur inn á í sínum fyrsta leik fyrir U21 árs líðið. Kristján Flóki fer af velli. Sveinn Sigurður Jóhannesson kemur inn fyrir Rúnar Alex í markinu. Níu nýliðar í hópnum hjá Eyjólfi, margir að fá sínar fyrstu mínútur.

75. Staðan enn 3:0. Þreföld skipting hjá Íslandi. Heiðar Ægisson kemur inn fyrir Adam Örn Arnarsson í sínum fyrsta landsleik fyrir U21 árs liðið. Höskuldur Gunnlaugsson og Viðar Ari Jónsson koma einnig inn á í sínum fyrsta landsleik fyrir U21 árs liðið. Af velli fara Elías Már Ómarsson, Árni Vilhjálmsson. 

65. Strákarnir þjarma vel að Rúmenum og áttu gott skot sem fór í varnarmann og út af. Ekker varð úr hornspyrnunni.

51. Böðvar Böðvarsson kom inn á fyrir Orra Sigurð Ómarsson áðan. Böðvar að spila sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið.

51. MARK, 3:0. Klaufaskapur í vörninni sem endar með þrumuskoti frá Puscas í fjærhornið.

48. MARK 2:0 Alexandru Mitrita tvöfaldar forystu heimamanna með góðu skoti.

45. Þorri Geir Rúnarsson kom inn fyrir Gunnar Þorsteinsson.

45. Hálfleikur. 1:0 fyrir Rúmenum. Ísland hefur fengið sín færi, meðal annars skot Arons Elís Þrándarsonar í stöng. Hann hefur verið frábær fyrir Ísland í leiknum en það er ljóst að rúmenska liðið er afar stekt.

37. Samúel Kári Friðjónsson skallar hornspyrnu Olivers rétt yfir. Betra hjá strákunum.

36. Brotið á Aroni Elís við hliðarlínuna. Oliver Sigurjónsson með spyrnuna en hún fór yfir allann pakkann. Hornspyrna.

32. Aron Elís Þrándarson með frábæra takta og á skot í stöng fyrir utan teig. Aron Elís hefur verið sprækur fyrsta hálftímann í leiknum en kappinn er að spila á vinstri kantinum. Mikil ógn af honum þegar hann tekur á rás inn á miðjan völlinn.

27. Kristján Flóki Finnbogason harður í horn að taka í fremstu víglínu og hleypur markvörð Rúmenanna niður. Aukaspyrna dæmd.

26. Rúmarnir eru hættulegir í sínum aðgerðum. Fengu hornspyrnu og þjörmuðu vel að íslensku strákunum. Ró kominn á leikinn aftur.

23. Rúnar Alex með frábæra markvörslu eftir skot frá Puskas rétt fyrir utan teig.

22. Strákarnir hafa aðeins komist betur inn í leikinn. Hafa ekki náð að skapa sér nein færi af viti.

9. MARK, 1:0. Rúmenar komast yfir. Löng sending inn fyrir vörnina á framherja liðsins, Pușcaș sem kláraði færið vel. Slakur varnarleikur hjá okkur mönnum.

5. Fyrstu fimm mínútur leiksins hafa einkennst af mikilli stöðubaráttu á miðjunni. Rúmenarnir hafa þó byrjað betur og haldið boltanum vel.

1. Leikurinn er hafinn.

0. Verið er að leika íslenska þjóðsönginn hér í Rúmeníu.

0. Íslensku leikmennirnir eru komnir út á völl og leika listir sínar. Rúmar tíu mínútur til stefnu. 

0. Varamenn: Sveinn Sigurður Jóhannesson, Böðvar Böðvarsson, Þorri Geir Rúnarsson, Heiðar Ægisson., Albert Guðmundsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Viðar Ari Jónsson.

0 Byrjunarliðið er klárt:

Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson
Hægri bakvörður: Adam Örn Arnarsson
Vinstri bakvörður: Daníel Leó Grétarsson
Miðverðir: Orri Sigurður Ómarsson og Samúel Kári Friðjónsson
Tengiliðir: Oliver Sigurjónsson og Gunnar Þorsteinsson
Hægri kantur: Elías Már Ómarsson
Vinstri kantur: Aron Elís Þrándarson
Framherjar: Kristján Flóki Finnbogason og Árni Vilhjálmsson

Byrjunarlið Íslands.
Byrjunarlið Íslands. Mynd/KSÍ
Liðin ganga inn á völlinn.
Liðin ganga inn á völlinn. Mynd/KSÍ
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert