Þessvegna völdum við hann

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. mbl.is/Golli

Lars Lag­er­bäck, ann­ar þjálf­ara ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, sagði eft­ir sig­ur­inn gegn Kasakst­an í Ast­ana í gær­kvöld að hann væri afar ánægður með frammistöðu liðsins í leikn­um.

„Það er ánægju­legt að vera komn­ir aft­ur af stað og þetta var virki­lega góður sig­ur í virki­lega góðum leik. Við þurft­um að leggja mjög hart að okk­ur og ég er því afar ánægður með frammistöðu leik­manna,“ sagði Lag­er­bäck við Hans Stein­ar Bjarna­son í viðtali á RÚV strax eft­ir leik­inn.

Spurður um Eið og markið hans svaraði Lag­er­bäck: „Þess­vegna völd­um við hann. Eiður er enn virki­lega góður fót­boltamaður og við völd­um hann í byrj­un­arliðið þar sem við vonuðumst til þess að með því tæk­ist okk­ur að halda bolt­an­um bet­ur. Og leik­menn­irn­ir stóðu sig í heild­ina vel mest­all­an tím­ann.“

Spurður hvort allt hefði farið sam­kvæmt áætl­un sagði hann: „Maður veit aldrei fyr­ir­fram, en eins og þetta þróaðist var það eins og við vonuðumst eft­ir. Við skoruðum tvö góð mörk í fyrri hálfleik, og það ger­ir leik­inn alltaf auðveld­ari því þá þurfa menn ekki að vera stressaðir. Leik­menn­irn­ir fylgdu mjög vel því leikplani sem við sett­um upp og við náðum því sem við ætluðum okk­ur,“ sagði Lars Lag­er­bäck.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka