Eistland - Ísland, staðan er 1:1

Rúrik Gíslason kom Íslendingum í 1:0..
Rúrik Gíslason kom Íslendingum í 1:0.. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Eist­ar og Íslend­ing­ar gerðu 1:1 jafn­tefli í vináttu­leik þjóðanna í knatt­spyrnu karla sem fram fór í Tall­inn í Eistlandi í kvöld.

Þetta verða að telj­ast sann­gjörn úr­slit en slak­ur dóm­ari leiks­ins hefði þó hæg­lega getað dæmt tvær víta­spyrn­ur á Eist­anna.

Íslend­ing­ar byrjuðu leik­inn vel komust yfir á 9. mín­útu þegar Rúrik Gísla­son batt enda­hnút­inn á góða sókn. Eft­ir markið komu Eist­arn­ir meira inn í leik­inn og þeim tókst svo að jafna met­in á 55. mín­útu þegar Konst­ant­in Vassilj­ev skoraði með góðu skoti eft­ir að Emil Hall­freðsson hafði misst bolt­ann klaufa­lega á miðjum vall­ar­helm­ingi ís­lenska liðsins.

Það sem eft­ir lifði leiks­ins sóttu liðin á víxl. Al­freð Finn­boga­son komst næst því að skora en markvörður Eist­anna varði skot hans í horn. Þar með gerðu Eist­land og Ísland fyrsta jafn­teflið en fram að leikn­um í dag höfðu þjóðirn­ar mæst fjór­um sinn­um þar sem Ísland hafði unnið þrjá leiki en Eist­land einn.

Bein lýs­ing:

90+4 Leikn­um er lokið.

90. Upp­bót­ar­tím­inn er þrjár mín­út­ur.

89. Al­freð Finn­boga­son átti gott skot sem markvörður Eista gerði vel í að verja í horn. Eitt besta færi Íslands í lang­an tíma sem kom eft­ir vel út­færða sókn.

85. Sjötta og síðasta skipt­ing­in hjá ís­lenska liðinu. Marka­skor­ar­inn Rúrik Gísla­son fer af leik­velli fyr­ir Birki Má Sæv­ars­son.

73. Eist­arn­ir hafs sótt mjög í sig veðrið síðustu mín­út­urn­ar og hafa nokkr­um sinn­um verið ná­lægt því að kom­ast í góð færi.

65. Góður kafli hjá ís­lenska liðinu sem hef­ur sótt nokkuð stóft síðustu mín­út­ur leiks­ins.

61. Íslend­ing­ar eru rænd­ir aug­ljósri víta­spyrnu. Rúrik sendi fyr­ir bolt­ann fyr­ir markið sem fór beint í út­rétta hönd varn­ar­manns Eista. Dóm­ar­inn lokaði aug­un­um og dæmdi ekk­ert.

60. Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son kem­ur inná fyr­ir Emil Hall­freðsson. Ólaf­ur Ingi Skúla­son tek­ur við fyr­irliðaband­inu af Emil.

59. Mik­il hætta upp við mark Eista eft­ir góða fyr­ir­gjöf Ara Freys en heima­menn náðu að bjarga á ell­eftu stundu.

55. MARK!, 1:1 Eist­ar eru bún­ir að jafna met­in. Emil Hall­freðsson missti bolt­ann illa á miðjum vall­ar­helm­ingi Íslands. Þar fékk Konst­ant­in Vassilj­ev bolt­ann og hann komst óáreitt­ur upp að víta­teign­um og skoraði með hnit­miðuðu skoti.

53. Síðari hálfleik­ur­inn hef­ur farið ró­lega af stað og eng­in færi hafa litið dags­ins ljós eft­ir leik­hléið.

46. Síðari hálfleik­ur er haf­inn. Fjór­ar breyt­ing­ar voru gerðar á ís­lenska liðinu. Ólaf­ur Ingi Skúla­son, Ari Freyr Skúla­son, Ragn­ar Sig­urðsson og Jó­hann Berg Guðmunds­son eru komn­ir inná fyr­ir Jón Guðna Fjólu­son, Jón Daða Böðvars­son, Guðlaug Victor Páls­son og Hörð Björg­vin Magnús­son.

45. 1:0 fyr­ir Íslandi í Tall­in. Hálfleik­ur.

45. Konst­ant­in Vassilj­ev með hörkuskalla en Ögmund­ur varð frá­bær­lega! Eist­arn­ir for upp hægri kant­inn og góð fyr­ir­gjöf kom inn en skall­inn hjá Vassilj­ev úr dauðafæri var var­inn.

44. Al­freð Finn­boga­son vinn­ur bolt­ann af Ragn­ar Kla­v­an fyr­irliða en skot hans var varið. Ísland fékk horn­spyrnu en náði ekki að gera sér mat úr henni. Vel gert hjá Al­freð að koma sér í þetta færi.

38. Zenjov hárs­breidd frá því að koma höfðinu í bolt­ann sem fór hins veg­ar fram­hjá öll­um leik­mönn­um í teign­um. Okk­ar menn heppn­ir!

36. Darraðardans í teig Íslend­inga sem bruna síðan í skynd­isókn. Viðar Örn ætlaði að leika á varn­ar­mann Eista en missti bolt­ann.

33. Al­freð Finn­boga­son í dauðafæri en skýt­ur fram­hjá. Al­freð átti að gera bet­ur. Það var hins veg­ar greini­lega brotið á hon­um og hefði dóm­ar­inn farið 100% eft­ir bók­inni hefði hann átt að dæma víti. Reynslu­brot þarna hjá Eist­um.

31. Eist­ar fá horn­spyrnu. Þeim geng­ur of vel að koma sér í hættu­leg­ar stöður núna. Íslenska liðið þarf að vera þétt­ara. Ekk­ert varð úr horn­spyrn­unni.

24. Zenjov, varamaður Eist­anna kemst einn í gegn­um vörn Íslands en skot hans var slakt og Ögmund­ur varði án vand­ræða. Jón Guðni náði að þvinga hann í erfitt skot.

18. Viðar Örn komst einn í gegn­um vörn Eista eft­ir send­ingu frá Al­freð en skot hans úr tals­vert þröngu færi var varið.

16. Íslend­ing­ar hafa haft fín tök á leikn­um en Eist­arn­ir eru hins veg­ar að sækja í sig veðrið.

12. Raio Piiroja fer af velli í sín­um síðasta lands­leik. Eist­arn­ir hafa sín­ar aðferðir við að kveðja. Hann skil­ur því miður fyr­ir Eista í tap­stöðu. Inn kem­ur Ser­gei Zenjov.

12. Hætta við mark Íslands. Fyrst kom hættu­leg send­ing inn í teig og svo skot rétt yfir markið.

9. MARK, 0:1. Rúrik Gísla­son kem­ur Íslandi yfir með skoti í fjær­hornið af stuttu færi. Jón Daði átti stoðsend­ing­una úr miðjum teign­um eft­ir að hafa fengið bolt­ann af hægri kant­in­um frá Hauku Heiðari í bakverðinum. Viðar Örn hitti ekki bolt­ann sem fór lukku­lega á Jón Daða.

3.  Leikið er á A. Le Coq Ar­ena vell­in­um í Tall­in. Hann rúm­ar 9692 áhorf­end­ur en stúk­urn­ar eru þó ekki full­ar.

1. Leik­ur haf­inn. Ísland leik­ur hvít­um bún­ing­um og blá­um sokk­um. Eist­ar eru í blá­um treyj­um, svört­um stutt­bux­um og hvít­um sökk­um.

0. Raio Piiroja leik­ur að því er virðist sinn síðasta leik fyr­ir Eista í dag. Hann fer hlaðinn gjöf­um frá vell­in­um í kvöld. 

0. Skemmti­legt hjá Eist­un­um. Þeir fengu nokkra krakka til að vera for­söngv­ara fyr­ir þjóðsöng þjóðar­inn­ar.

0. Lof­söng­ur­inn.

0. Kíkj­um á veðrið í Tall­in við Kirjála­botn. Það er fimm stiga hiti, heiður him­inn og fimm metr­ar á sek­úndu. Sem sagt, smá gola. 

0. Eist­arn­ir hafa varn­arsinnað og skipu­lagt lið og and­stæðing­ar þess eiga oft í mikl­um vand­ræðum með að skora gegn þeim. Í síðustu sjö leikj­um Eista hef­ur aðeins eitt mark verið skorað.

0. Byrj­un­arlið Eist­lands: Aksalu, Teni­ste, Jää­ger, Kla­v­an, Kalla­ste, Alliku, Dmitrij­ev, Mets, Kruglov, Vassilj­ev, Piiroja.

Vara­menn: Parei­ko, Pikk, Artj­un­in, Morozov, Kams, Lindp­ere, Raudsepp, Anier, Zenjov, Ojamaa, Ant­onov, Pur­je.

0. Byrj­un­arlið Íslands: 

Markvörður
Ögmund­ur Krist­ins­son, Rand­ers 

Bakverðir
Hauk­ur Heiðar Hauks­son, AIK
Hörður Björg­vin Magnús­son, Cesena

Miðverðir
Hall­grím­ur Jón­as­son, OB
Jón Guðni Fjólu­son, GIF Sundsvall

Miðtengiliðir
Emil Hall­freðsson, Hellas Verona (fyr­irliði)
Guðlaug­ur Victor Páls­son, Hels­ing­borg

Væng­menn
Rúrik Gísla­son, Kö­ben­havn
Jón Daði Böðvars­son, Vik­ing

Fram­herj­ar
Al­freð Finn­boga­son, Real Sociedad
Viðar Örn Kjart­ans­son, Jiangsu Sainty

Emil Hallfreðsson leiðir okkar menn út á völl í dag.
Emil Hall­freðsson leiðir okk­ar menn út á völl í dag. Mynd/​KSÍ
Íslensku leikmennirnir hita upp í dag. Vallaraðstæður gætu verið betri.
Íslensku leik­menn­irn­ir hita upp í dag. Vall­araðstæður gætu verið betri. Mynd/​KSÍ
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert