Breiðablik vann í dag Lengjubikar karla í knattspyrnu eftir 1:0 sigur á KA í úrslitaleik keppninnar í Kórnum í Kópavogi. Ellert Hreinsson, framherji Blika skoraði eina mark leiksins strax á 6. mínútu.
Þetta er annar sigur Breiðabliks í keppninni en liðið var að keppa í fimmta skipti á sjö árum til úrslita.
Liðið vann síðast Lengjubikarinn árið 2013.
Breiðablik var heilt yfir betra í leiknum. Liðið hélt boltanum betur og átti fjölmargar góðar sóknir.
KA-menn bitu aðeins frá sér í síðari hálfleiknum og átti góða spretti en þeir fengu þó aldrei nein dauðafæri og það reyndi aldrei almennilega á Gunnleif Gunnleifsson, markvörð Blika í dag.
Fylgst var með gangi mála hér að neðan.
Staðan er 1:0
90. Leik lokið. Breiðablik er Lengjubikarmeistari.
87. KA-menn nálægt því núna. Mikill darraðardans á teignum!
85. Jóhann Helgason með skot, framhjá!
84. Önnur skipting - Ismar Tandir inn, Ellert Hreinsson út .
83. Ýmir Már Geirsson kemur inn fyrir Juraj Grizelj sem fékk í nárann við samstuð.
77. Stórsókn Blika, fá hornspyrnu eftir fjölmargar marktilraunir þar sem KA-menn vorou hreinlega í nauðvörn og bjarga í horn. Ekkert kom út úr henni.
74. KA-mönnum hefur gengið erfiðlega að skapa sér færi. Eftir góða spilkafla fyrri hluta síðari hálfleiks hafa Blikarnir verið sterkari undanfarnar mínútur. Ekki margt sem bendir til þess að norðanmenn jafni.
65. Höskuldur með skalla í stöngina! Gott færi hjá Blikum. Guðjón Pétur Lýðsson kemur inn fyrir Arnþór Ara Atlason.
59. KA-menn með fína spretti þessa stundina. Elvar Árni Aðalsteinsson, fyrrum leikmaður Blika með skallann en rétt framhjá!
56. KA-menn nálægt því að komast í færi, boltinn rann í gegnum alla í fremstu víglínu norðanmanna.
53. Áframhald á fyrri hálfleik. Blikar sækja mjög mikið og eiga hvert skotið á fætur öðru. Sending Blika, Davíðs Kristjáns, endaði í slánni! Kristinn Jónsson nær frákastinu, skallaði boltann, en Rajkovic varði vel.
46. Síðari hálfleikur hafinn!
45. Staðan er 1:0. Hálfleikur. Fín sókn Blika rétt fyrir hálfleiksflautið en skot Ellerts framhjá. Líflegur fyrri hálfleikur að baki þar sem Blikar hafa verið mun sterkari.
38. Blikar hafa áfram tögl og haldir á leiknum. KA-menn freista þess að beita skyndisóknum en hafa ekki fengið nein færi af viti.
25. Áfram heldur stórsókn Blika. Höskuldur Gunnlaugsson, bakvörður Blika með gott skot rétt framhjá!
20. Blikar hafa haft mikla yfirburði í leiknum þessar fyrstu 20 mínútur. Þeir fengu nú rétt í þessu sína fjórðu hornspyrnu í röð en náðu ekki að gera sér mat úr því.
6. MARK! Staðan er 1:0. Ellert Hreinsson kemur Blikum yfir eftir langa sendingu inn í teig en skot hans var af stuttu færi.
1. Leikurinn er hafinn!
0. Styttist í leik og spennan magnast. Um er að ræða næstsíðasta opinbera leikinn áður en Pepsi-deild karla hefst í 3. maí.
0. Pepsi-deildarlið Breiðabliks sló Víkinga úr leik í undanúrslitunum á meðan 1. deildarlið KA vann Skagamenn en þeir leika í efstu deild í ár.
0. KA-menn hafa styrkt sig vel fyrir komandi átök í 1. deildinni í sumar og því verður væntanlega um hörkuslag að ræða.
0. Byrjunarliðin eru klár, þau má sjá hér fyrir neðan:
Breiðablik: Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, Oliver Sigurjónsson , Damir Muminovic , Elfar Freyr Helgason, Höskuldur Gunnlaugsson, Arnþór Ari Atlason, Ellert Hreinsson, Kristinn Jónsson, Davíð Kristján Ólafsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Andri Rafn Yeoman
Bekkur: Arnaldur Karl Einarsson (M), Kári Ársælsson, Ismar Tandir, Guðjón Pétur Lýðsson, Olgeir Sigurgeirsson, Gunnlaugur Hlynur Birgisson, Guðmundur Friðriksson.
KA: Srdjan Rajkovic (M), Atli Sveinn Þórarinsson (F), Ævar Ingi Jóhannesson, Halldór Hermann Jónsson , Elfar Árni Aðalsteinsson, Juraj Grizelj, Jóhann Helgason, Davíð Rúnar Bjarnason, Ívar Örn Árnason, Hrannar Björn Steingrímsson, Archange Nkumu,
Bekkur: Aron Ingi Rúnarsson (M), Baldvin Ólafsson, Gauti Gautason, Ólafur Aron Pétursson, Benjamin James Everson, Ívar Sigurbjörnsson.