Arnór á skotskónum í Svíþjóð

Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason Kristinn Ingvarsson

Arnór Ingvi Traustason var á skotskónum í kvöld þegar lið hans Norrköping vann Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arnór skoraði tvö af fjórum mörkum liðsins í 4:1, sigri á heimavelli en úrslitin voru ráðin í fyrri hálfleik þegar heimaliðið hafði skorað öll sín fjögur mörk. 

Arnór skoraði annað mark Norrköping í leiknum á 12. mínútu og það þriðja sex mínútum fyrir leikslok. Norrköping komst upp í áttunda sæti deildarinnar með sjö stig að loknum fimm leikjum með þessum örugga sigri. 

IFK Gautaborg komst í efsta sæti deildarinnar þegar liðið vann Helsingborg á heimavelli, 3:1. Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn með Helsingborg en Hjálmar Jónsson var á meðal varamanna Gautaborgarliðsins og kom ekkert inn á leikvöllinn. Helsingborg er í 6. sæti með átta stig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert