Draumamark Ólafs tryggði Stjörnunni sigur

Pablo Punyed sendir boltann fyrir mark ÍA í leiknum á …
Pablo Punyed sendir boltann fyrir mark ÍA í leiknum á Akranesi í dag. mbl.is/Eva Björk

Stjörnu­menn hófu titil­vörn sína á sigri á Akra­nesi gegn ÍA en eina mark leiks­ins skoraði Ólaf­ur Karl Fin­sen úr stór­kost­legri auka­spyrnu í fyrri hálfleik.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Leik­ur­inn var hin fín­asta skemmt­un en Stjörnu­menn tóku fjótt stjórn á hon­um og héldu bolt­an­um vel inn­an síns liðs. Þeir hófu leik með Jeppe Han­sen og Pablo Punyed frammi og þeir fé­lag­ar voru afar líf­leg­ir en á miðjunni með þá Hall­dór Orra Björns­son og Þorra Geir Rún­ars­son réðu Stjörnu­menn ríkj­um.

Fyrsta mark leiks­ins og Íslands­móts­ins skoraði Ólaf­ur Karl Fin­sen með hreint út sagt stór­kost­legri auka­spyrnu í stöng og inn af tæp­lega þrjá­tíu metra færi, 1:0. Skaga­menn gátu lítið við því gert, sann­ar­lega al­gjört drauma­mark.

Ólaf­ur Karl hefði getað bætt við öðru marki skömmu síðar eft­ir að send­ing Jeppe Han­sen kom hon­um ein­um í gegn en skot Ólafs var varið auðveld­lega af Árna Snæ í marki Skaga­manna.

Með Garðar Gunn­laugs­son og Arsenij Bu­inickij mjög ferska frammi náðu Skagame   oft að skapa usla í vörn Garðbæ­inga en aldrei komust þeir í góð færi í fyrri hálfleik og staðan 1:0 fyr­ir Garðbæ­inga þegar liðin gengu til bún­ings­her­bergja.

Skaga­menn spiluðu bet­ur í síðari hálfleik og fengu nokk­ur færi. Jón Vil­helm Ákason fékk besta færi Skaga­manna í leikn­um á 53. mín­útu þegar að hann fékk send­ingu inn í teig frá Arn­ari Má Guðjóns­syni en skalli hans, nán­ast af markteig, fór rétt yfir.

Á 62. mín­útu var komið að Stjörnu­mönn­um en þá þræddi Jeppe Han­sen bolt­ann á Ólaf Karl í annað skipti í leikn­um. Ólaf­ur slapp einn í gegn en aft­ur varði Árni Snær frá hon­um.

Ólaf­ur Karl Fin­sen fiskaði víta­spyrnu á 87. mín­útu þegar að Ármann Smári Björns­son braut á hon­um að mati Þórodds Hjaltalín, dóm­ara leiks­ins. Ólaf­ur steig sjálf­ur á punkt­inn en Árni Snær Ólafs­son kór­ónaði frá­bær­an leik sinn og varði spyrn­una frá Ólafi.

Garðar Gunn­laugs­son fékk frá­bært færi í upp­bót­ar­tíma en skallaði knött­inn yfir og því var sig­ur­inn í höfn hjá Garðbæ­ing­um.

Fylgst er með öllu sem ger­ist í öll­um leikj­um dags­ins í ÍSLENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI þar sem einnig birt­ist ým­iss kon­ar fróðleik­ur og at­huga­semd­ir tengd­ar leikj­un­um.

ÍA 0:1 Stjarn­an opna loka
Mörk
skorar Ólafur Karl Finsen (23. mín.)
fær gult spjald Marko Andelkovic (67. mín.)
Spjöld
mín.
90 Leik lokið
Stjörnumenn hefja titilvörn sína á sigri. Stórkostleg aukaspyrna Ólafs Karls Finsen skilur liðin að í dag.
90 Garðar B. Gunnlaugsson (ÍA) á skot framhjá
+2. Úr þröngun færi skýtur hann fast yfir með vinstri.
90 Garðar B. Gunnlaugsson (ÍA) á skalla sem fer framhjá
+1. Dauðafæri, sendingin inn á teig á Garðar, á markteigslínunni, sem skallaði boltann yfir!
90 Ásgeir Marteinsson (ÍA) á skot framhjá
87 Stjarnan fær hornspyrnu
Ekkert varð úr henni.
86 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) skorar ekki úr víti
Frábær markvarsla hjá Árna Snæ!
85 Stjarnan fær víti
Ármann Smári braut, tæpt var það samt! Ólafur náði að pota í boltann fjóra metra fyrir framan markið eftir sendingu frá Þórhalli Kára og flaug niður í grasið.
85
Það gengur lítið upp hjá Skagamönnum þessa stundina, nú fer hver að verða síðastur hjá þeim að skora.
83 Ingimar Elí Hlynsson (ÍA) fer af velli
83 Marko Andelkovic (ÍA) fer af velli
Sá næstum um það sjálfur með því að fá rautt.
82 Garðar Jóhannsson (Stjarnan) kemur inn á
82 Jeppe Hansen (Stjarnan) fer af velli
82 Þórhallur Kári Knútsson (Stjarnan) kemur inn á
82 Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan) fer af velli
79 Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) kemur inn á
79 Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) fer af velli
Fyrirliðinn út af og Veigar tekur við bandinu.
77 Marko Andelkovic (ÍA) á skot framhjá
Frábær sending frá Marko á Arsenij sem var nánast sloppinn í gegn, fyrsta snertingin sveik hann hins vegar, lagði hann aftur á Marko sem skaut með vinstri framhjá.
76
Klobbi dagsins mættur á svæðið. Hann átti nýkominn inn á Ásgeir en Þorri Geir var fórnarlambið. Stungusendingin frá Ásgeiri hins vegar of föst.
74 Ásgeir Marteinsson (ÍA) kemur inn á
74 Jón Vilhelm Ákason (ÍA) fer af velli
74 Pablo Punyed (Stjarnan) á skot framhjá
Talsvert fjarri lagi hjá El-Salvadornum.
74
Garðar Gunnlaugsson í færi en Brynjar Gauti nær að verjast á síðustu stundu. Garðar vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð en ekkert dæmt, réttilega, líklega.
73 Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan) á skalla sem fer framhjá
Eftir hornspyrnuna.
72 Stjarnan fær hornspyrnu
71 Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) á skot framhjá
Boltinn barst fyrir utan teig til Þorra sem skaut með vinstri en boltinn í gegnum þvöguna og framhjá.
70 Stjarnan fær hornspyrnu
69 Hörður Árnason (Stjarnan) á skot framhjá
Frábær sókn Stjörnunnar, boltinn unninn á miðjunni, Pablo færði hann til vinstri á Ólaf sem sendi fyrir á Hörð í bakverðinum en skot hans framhjá.
67 Marko Andelkovic (ÍA) fær gult spjald
Brýtur á Arnari Má Björgvinssyni.
64
Það hefur bætt aðeins í vindinn, leikmenn í smá vandræðum með kára núna.
64 Jón Vilhelm Ákason (ÍA) á skot sem er varið
Úr þröngu færi.
63 Jeppe Hansen (Stjarnan) á skot framhjá
Hrikalegt klúður hjá Jeppe, hitti boltann varla í frábæru færi, skaut framhjá.
62 Jón Vilhelm Ákason (ÍA) á skot sem er varið
Nýtti sér vindinn vel þarna og skotið vel varið af Gunnari. Í horn.
62
Skagamenn eiga aukaspyrnu á álitlegum stað. 35 metra frá markinu.
61 ÍA fær hornspyrnu
Ekkert varð úr henni.
61 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) á skot sem er varið
Frábær undirbúningur aftur á Jeppe, stórkostleg sending inn fyrir á Ólaf Karl sem klúðrar aftur í dauðafæri! Vel gert hjá Árna Snæ líka.
60 ÍA fær hornspyrnu
Ekkert varð úr henni.
58
Öðruvísi, Arsenij dæmdur rangstæður eftir innkast. Sérstakt.
53 Jón Vilhelm Ákason (ÍA) á skalla sem fer framhjá
Jón Vilhelm í algjöru DAUÐAFÆRI en skallar boltann rétt yfir. Hefði átt að gera miklu betur þarna, var nánast inn markteig!
49 Þórður Þ. Þórðarson (ÍA) á skot framhjá
Talvert langt framhjá.
49 ÍA fær hornspyrnu
48 Albert Hafsteinsson (ÍA) á skot sem er varið
Stórhættulegt skot! Vindurinn tók þennan og FÆreyingurinn í markinu hjá Stjörnunni var ekki alveg að átta sig á honum. Rétt bjargaði.
48 ÍA fær hornspyrnu
Fyrsta hornspyrna Skagamanna.
46
Breyting hjá ÍA eins og sést hér að neðan. Mögulega meiðsli í gangi hjá Darren Lough.
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Teitur Pétursson (ÍA) kemur inn á
45 Darren Lough (ÍA) fer af velli
45 Hálfleikur
0:1 á Skaganum í hálfleik fyrir Íslandsmeistara Stjörnunnar. Glæsilegt aukaspyrnumark Ólafs Karls Finsen skilur liðin að í fínum knattspyrnuleik.
41
Lítið að gerast þessa stundina. Liðin skiptast á að halda boltanum. Þórður Þórðarson bakvörður ÍA rétt í þessu að fiska aukaspyrnu á Ólaf. Kom með fínan bolta inn í áðan sem Skagamenn náðu ekki að gera neitt úr.
35 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) á skot sem er varið
Frábær undirbúningur frá Jeppe Hansen sem þræddi Ólaf í gegn sem afgreiddi þó þetta dauðafæri skelfilega. Árni Snær hafði lítið fyrir því að verja skotið.
33 Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) á skot framhjá
Alveg upp við endalínuna, Þórður Þ. Þórðarson braut á honum og var heppinn að fá ekki gult spjald. Stjörnumenn náðu ekki að gera sér mat úr þessu. Endar með vonlitlu skoti frá Þorra talsvert framhjá.
33
Brotið á Ólafi Karli Finsen.
27
Ólafur heldur bara uppteknum hætti. Hann skoraði einmitt í síðasta leik fyrir Stjörnuna á Íslandsmótinu ef einhver man eftir því.
23 MARK! Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) skorar
0:1. SÁ TÓK AUKASPYRNUNA. Vá! Smellti boltanum í stöng og inn af tæplega 30 metra færi.
23
Stjörnumenn fá aukaspyrnu á álitlegum stað fyrir góða spyrnumenn, vinstra megin. Mögulega tekur Ólafur Karl þetta.
22
Fínasti Snúður hjá Ólafi Karli Finsen.
21
20 Arsenij Buinickij (ÍA) á skot framhjá
Góð sókn Skagamanna, Garðar barðist vil gegn Daníel Laxdal, kom honum í smá vandræði. Arnar Már náði boltanum, sendi fyrir á Arsenij sem skot rétt framhjá í fyrsta.
18 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) á skot framhjá
Góð sókn Stjörnumanna, fóru í gegnum miðjuna. Halldór Orri komst næstum í dauðafæri, Ólafur náði hins vegar til boltans og tók skot með vinstri framhjá.
16
Stjörnumenn hafa tögl og haldir á leiknum. Oft þarf ekki nema eina skiptingu af miðju út á, iðulega hægri kant, og þá eru Garðbæingar komnir í góða sóknarstöðu.
14 Stjarnan fær hornspyrnu
Skagamenn skalla aftur fyrir sitt eigið mark.
14 Stjarnan fær hornspyrnu
11 Pablo Punyed (Stjarnan) á skot framhjá
Stjörnumenn eru klárlega sterkari aðilinn hér á Skaganum fyrstu 11 mínúturnar og halda boltanum vel. ÍA þó skeinuhætt í sínum sóknaraðgerðum.
11 Stjarnan fær hornspyrnu
Pablo tekur flestar spyrnur.
10
Ekkert var úr spyrnunni. Stjarnan heldur boltanum.
10
Ólafur Karl vinnur aukaspyrnu vinstra megin á vellinum, Pablo tekur spyrnuna.
8 Arsenij Buinickij (ÍA) á skot framhjá
Skagamenn hafa verið hættulegir undanfarnar mínútur, smá atgangur í teignum hjá Stjörnumönnum en ekki mikil hætta samt sem áður.
5 Halldór Orri Björnsson (Stjarnan) á skot framhjá
Skýtur langt yfir og framhjá.
5
Pablo fær aukaspyrnu 35 metra frá markinu. Gefur væntanlega inn í.
3 Stjarnan fær hornspyrnu
Ekkert varð úr henni, tekin stutt en sending Heiðar Ægissonar beint á Árna í markinu.
3 Stjarnan fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Meistararnir byrja með boltann. Pepsi-deildin er hafin, góða skemmtun!
0
Fínasta mæting upp á Skaga, stúkan vel setin sem og í grasbrekkunnni. Þangað skín sólin og þar eru heimamenn fjölmennir.
0
Liðin stilla líklega bæði upp í 4-4-2. Kemur inn eftir smá stund.
0
Formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson er mættur á völlinn og heilsar leikmönnum.
0
Þá ganga liðin út á völl og eru kynnt. Dómararnir eru í neongrænum treyjum.
0
Reynslumiklir blaðamenn ráðlögðu mér að mæta vel klæddur upp á Akranes. Ég mætti í tveimur úlpum en þegar inn í blaðamannaaðstöðuna var komið, mætti mér hin fullkomna blaðamannaaðstaða, u.þ.b. 21 gráða og logn.
0
Nú sést Silfurskeiðin í fjarska, stútfull rúta af syngjandi stuðningsmönnum að renna í hlað hér á Akranesivelli. Þeir eru ekkert saddir!
0
Stjörnumaðurinn Halldór Orri Björnsson kemur inn í liðið að nýju en hann missti af ævintýrinu ótrúlega á síðustu leiktíð og var í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann ber fyrirliðabandið í dag í fjarveru Veigars.
0
Liðin hita bæði upp af krafti. Spenna í loftinu. Liðin spila í hefðbundnum treyjum í dag. Eina óvissuatriðið er hvaða litur er á dómaratreyjunni. Þóroddur Hjaltalín og félagar hans, Áskell Þór Gíslason og Oddur Helgi Guðmundsson, eru þó allir í dökkbláum stuttbuxum og sokkum.
0
Þá eru liðin komin hér inn. Það er glæsilegt veður hér á Akranesi, 6 stiga hiti, smá gola, 7/ms og nánast heiðskýrt.
0
Veigar Páll Gunnarsson er á varamannabekk Stjörnunnar í dag en hann tók út leikbann í meistaraleiknum við KR, vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í lokaumferðinni gegn FH á síðustu leiktíð.
0
Í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna í deildinni var ÍA spáð 10. sæti en Stjörnunni var spáð 2. sæti.
0
Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu mbl.is frá Akranesi, í fyrsta sinn frá árinu 2013! Skagamenn eru komnir aftur í deild þeirra bestu eftir eins árs hlé, og þeir mæta sjálfum Íslandsmeisturum Stjörnunnar!
Sjá meira
Sjá allt

ÍA: (4-4-2) Mark: Árni Snær Ólafsson. Vörn: Þórður Þ. Þórðarson, Ármann Smári Björnsson, Arnór S. Guðmundsson, Darren Lough (Teitur Pétursson 45). Miðja: Arnar Már Guðjónsson, Marko Andelkovic (Ingimar Elí Hlynsson 83), Albert Hafsteinsson, Jón Vilhelm Ákason (Ásgeir Marteinsson 74). Sókn: Garðar B. Gunnlaugsson, Arsenij Buinickij.
Varamenn: Páll Gísli Jónsson (M), Ingimar Elí Hlynsson, Teitur Pétursson, Gylfi Veigar Gylfason, Steinar Þorsteinsson, Ásgeir Marteinsson, Árni Þór Árnason.

Stjarnan: (4-4-2) Mark: Gunnar Nielsen. Vörn: Heiðar Ægisson, Daníel Laxdal, Brynjar Gauti Guðjónsson, Hörður Árnason. Miðja: Arnar Már Björgvinsson (Þórhallur Kári Knútsson 82), Þorri Geir Rúnarsson, Halldór Orri Björnsson (Veigar Páll Gunnarsson 79), Ólafur Karl Finsen. Sókn: Pablo Punyed, Jeppe Hansen (Garðar Jóhannsson 82).
Varamenn: Sveinn Sigurður Jóhannesson (M), Aron R. Heiðdal, Veigar Páll Gunnarsson, Jón Arnar Barðdal, Atli Freyr Ottesen, Þórhallur Kári Knútsson, Garðar Jóhannsson.

Skot: Stjarnan 12 (3) - ÍA 11 (3)
Horn: Stjarnan 8 - ÍA 4.

Lýsandi: Pétur Hreinsson
Völlur: Norðurálsvöllurinn

Leikur hefst
3. maí 2015 17:00

Aðstæður:
Það er glæsilegt veður hér á Akranesi, sex stiga hiti, sólin skín og örfá ský á himni. Það blæs þó hins vegar aðeins, en að mati heimamanna er logn eða um 7 m/s. Völlurinn gæti líklega ekki verið betri miðað við árstíma, engar skemmdir en grasið ekki alveg grænt.

Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Aðstoðardómarar: Áskell Þór Gíslason og Oddur Helgi Guðmundsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert