Fyrsti sigur Skagamanna

Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins þegar Leiknir R. og ÍA mættust í annarri umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Leiknisvelli klukkan 19.15. Um var að ræða fyrsta heimaleik Leiknis í efstu deild en hinir nýliðarnir unnu 1:0 og fóru með stigin þrjú upp á Skaga. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Leiknir er með þrjú stig eftir sigur á Val í fyrstu umferðinni en Skagamenn töpuðu fyrir Stjörnunni og eru nú einnig með þrjú stig.

Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins með skalla í hægra hornið eftir sendingu frá Marko Andelkovic á 68. mínútu.

Skagamenn léku oft ágætlega í leiknum og áttu nokkrar sóknarlotur sem lofuðu góðu en þeim tókst ekki að ljúka þeim með öllum með góðum skottilraunum.

Besta færi Leiknis kom eftir strax á 7. mínútu. Árni Snær sem átti að öðru leyti góðan leik í marki ÍA, var of lengi með boltann og Kolbeinn náði að trufla hann. Útspark Árna fór beint á Hilmar Árna sem var í góðu færi og náði skoti framhjá Árna en Ármanni Smári staðsetti sig vel og varði skotið á línu eða svo gott sem.

Önnur ágæt færi Leiknismanna komu eftir að ÍA komst í 1:0 en þeim tókst ekki að gera sér mat úr þeim. Þá áttu Breiðhyltingar nokkrar tilraunir en miðverðir Skagamanna stóðu vaktina vel ásamt Árna. Varamaðurinn Ásgeir Marteinsson fékk dauðafæri til að koma ÍA í 2:0 í uppbótartíma en hitti ekki markið. 

Viðtöl koma inn á mbl.is síðar í kvöld og fjallað verður um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í fyrramálið. 

Til að fylgjast á einum stað með öllu sem  gerist, smellið á ÍSLENSKI BOLTINN Í BEINNI. 

Leiknir R. 0:1 ÍA opna loka
90. mín. Marko Andelkovic (ÍA) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert