„1:0 sigrar eru bestir“

„1:0 sigrar eru eiginlega bestir. Gott að halda hreinu sem varnarmaður og sterkt að skora eitt hérna,“ sagði Arnór Sveinn Aðalsteinsson fyrirliði Breiðabliks að loknum 1:0 sigri liðsins á Akranesi í Pepsí-deildinni í kvöld. 

Arnór varð fyrir höfuðáverkum á dögunum og lék í kvöld sinn fyrsta leik eftir höggið. Hann segist vera orðinn einkennalaus en hafi rekið sig á að ekki sé skynsamlegt að fara of snemma af stað eftir höfuðhögg.

Viðtalið við Arnór má sjá í heild sinni í meðfylgjandi myndskeiði. 

Arnór Sveinn Aðalsteinsson í baráttunni á Skaganum í kvöld.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson í baráttunni á Skaganum í kvöld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka