Annar 1:0 sigur Blika í röð

Andri Rafn Yeoman reynir skot að marki Skagamanna í kvöld.
Andri Rafn Yeoman reynir skot að marki Skagamanna í kvöld. mbl.is/Eva Björk

ÍA og Breiðablik átt­ust við í 5. um­ferð Pepsi-deild­ar karla í knatt­spyrnu á Akra­nesi en flautað er til leiks á Norðuráls­vell­in­um klukk­an 19.15. Breiðablik hafði bet­ur 1:0.  Fylgst var með gangi mála í leikn­um í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is.

Breiðablik er þá með 9 stig eft­ir 5 um­ferðir en ÍA er með 4 stig. 

Eft­ir mjög dauf­an og marka­laus­an fyrri hálfleik náðu Blikar ágæt­um kafla í fyrri hluta síðari hálfleiks sem skilaði þeim nokkr­um mark­tæki­fær­um. Úr einu þeirra skoraði Arnþór Ari Atla­son eina mark leiks­ins.

Sókn­ar­bakvörður­inn Krist­inn Jóns­son fékk einnig fínt færi sem og varamaður­inn Atli Sig­ur­jóns­son en þeir hittu ekki markið úr teign­um.

Skaga­menn náðu ekki að setja Blika und­ir al­menni­lega pressu eft­ir að þeir lentu und­ir og Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son þurfti ekki að svitna á lokakafl­an­um. Ekki hjálpaði til hjá ÍA að Garðar Gunn­laugs­son gat ekki leikið síðasta kort­erið vegna meiðsla.

Darren Lough og Guðjón Pétur Lýðsson eigast við í leiknum …
Dar­ren Lough og Guðjón Pét­ur Lýðsson eig­ast við í leikn­um í kvöld. mbl.is/​Eva Björk
ÍA 0:1 Breiðablik opna loka
Mörk
skorar Arnþór Ari Atlason (68. mín.)
fær gult spjald Marko Andelkovic (48. mín.)
Spjöld
mín.
90 Leik lokið
Leiknum er lokið með 1:0 sigri Breiðabliks. Annar 1:0 sigur Breiðabliks í röð.
90 Ismar Tandir (Breiðablik) á skot framhjá
Fyrirgjöf frá Höskuldi og Tandir átti ágæta tilraun en í hliðarnetið utanvert.
90
Venjulegur leiktími er liðinn. Ekki vitað hversu miklu er bætt við.
89 Ismar Tandir (Breiðablik) kemur inn á
Fær ekki langan tíma til að sýna sig
89 Ellert Hreinsson (Breiðablik) fer af velli
88 Breiðablik fær hornspyrnu
87 Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) á skot framhjá
Ágætt skotfæri en hitti boltann afar illa frá vítateig.
83 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá vinstri
79 Ásgeir Marteinsson (ÍA) kemur inn á
79 Jón Vilhelm Ákason (ÍA) fer af velli
79 Eggert Kári Karlsson (ÍA) kemur inn á
79 Garðar B. Gunnlaugsson (ÍA) fer af velli
Var studdur af velli. Áfall fyrir Skagamenn ef hann missir úr leiki.
79 Atli Sigurjónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Dauðafæri. Fín sókn og Atli í dauðafæri í teignum en hægri fóturinn, sá síðri, brást honum og skotið fór framhjá.
75 Atli Sigurjónsson (Breiðablik) kemur inn á
Hans þriðji leikur með Blikum.
75 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) fer af velli
71 ÍA fær hornspyrnu
Frá hægri. Buinickij sendi fyrir frá hægri en varnarmaður kom boltanum aftur fyrir endamörk.
69 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Guðjón nærri því búinn að leggja upp annað mark. Gaf inn á teiginn og Ellert sneiddi boltann rétt framhjá stönginni vinstra megin. Blikar virðast líklegir til að ganga á lagið.
68 MARK! Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) skorar
0:1 Guðjón Pétur sendi fyrir frá hægri. Ellert lét boltann fara í teignum og Arnþór kom á móti fyrirgjöfinni og setti boltann viðstöðulaust neðst í hægra hornið.
66 Ingimar Elí Hlynsson (ÍA) kemur inn á
66 Marko Andelkovic (ÍA) fer af velli
66 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skot af 35 metra færi. Engin hætta á ferðum
64 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá hægri
60 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Gott skotfæri vinstra megin í teignum. Reyndi að smella boltanum neðst í fjærhornið en hitti ekki markið.
55 Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Náði ekki krafmiklum skalla.
54 Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) á skot sem er varið
Ágæt sókn. Sending frá vinstri á Arnþór sem var óvaldaður við vítateigslínu. Innanfótarskot hans fór beint á Árna og Arnþór hylur andlitið í höndum sér.
53 Albert Hafsteinsson (ÍA) á skot framhjá
Lét vaða fyrir utan teig en töluvert yfir markið
48 Marko Andelkovic (ÍA) fær gult spjald
Fyrir brot. Togaði leikmann niður úti við hliðarlínu. Óþarfa brot hjá honum.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Blikar eru nú með goluna í bakið.
45 Hálfleikur
Markalaust að loknum fyrri hálfleik á Skaganum. Tíðindalítill fyrri hálfleikur. Held að það lýsi honum ágætlega. Fá dauðafæri, ekkert gult spjald os frv. Besta færið fékk líklega Kristinn Jónsson en Árni varði frá honum.
44 ÍA fær hornspyrnu
Frá vinstri
39 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Lét vaða af löngu færi. Ágætt skot en beint á Árna í markinu.
39 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá vinstri
37 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá hægri
37 Kristinn Jónsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Gott færi. Fékk sendingu frá Arnþóri og komst inn í teiginn vinstra megin en Árni varði með góðu úthlaupi.
34 Garðar B. Gunnlaugsson (ÍA) á skot sem er varið
Skot utan teigs en komst ekki í gegnum vörn Blika.
33 Ellert Hreinsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Úr mjög þröngu færi beint á Árna. Veit ekki hvort þetta var fyrirgjöf eða sending en hún fór á markið alla vega.
32 Jón Vilhelm Ákason (ÍA) á skot sem er varið
Fékk boltann rétt utan teigs. Leitaði að skotinu og plaffaði en varnarmaður komst fyrir skotið og varði.
30
Blikarnir reyna talsvert að senda stungusendir inn fyrir vörn ÍA. Hefur það ekki heppnast hingað til en hafa nokkrum sinnum verið nálægt því að valda usla.
27
Hættuleg skyndisókn Blika eftir að ÍA fékk hornspyrnu en varnarmenn ÍA björguðu á síðustu stundu.
26 ÍA fær hornspyrnu
Frá hægri. Góð skyndisókn ÍA. Þórður gaf fyrir en Elfar renndi sér í boltann og kom honum aftur fyrir.
25 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá hægri.
25 Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) á skot sem er varið
Fínt skotfæri við vítateigslínuna en fór af varnarmanni og rétt yfir.
20
Mjög rólegar fyrstu tuttugu mínúturnar. Heldur meiri kraftur í Skagamönnum en Blikarnir eru aðeins að hressast.
17 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá vinstri
15 ÍA fær hornspyrnu
Önnur, nú frá hægri
14 ÍA fær hornspyrnu
Frá vinstri.
12
Mark dæmt af Skagamönnum vegna rangstöðu. Buinickij fékk boltann aleinn á markteig og skoraði en markið fær ekki að standa.
11 Garðar B. Gunnlaugsson (ÍA) á skalla sem er varinn
Skagamenn komust í góða stöðu í skyndisókn. Jón Vilhelm keyrði upp að teignum. Hætti við að láta vaða á markið og gaf til hliðar á Þórð sem var kominn í yfirtölu. Jón vandaði sig nóg og Þórður þurfti að hafa fyrir því að koma boltanum fyrir markið. Gerði það ágætlega en Garðar náði ekki almennilega til boltans og skallinn fór upp í loftið og í fang Gunnleifs.
10 Breiðablik fær hornspyrnu
Frá vinstri
6
Liðin eru að þreifa fyrir sér. Blikarnir reyna að lesa í uppstillingu Skagamanna sem byrja í 3-5-2 en mér skilst að þeir hafi verið í 4-5-1 í Kaplakrika í síðustu umferð.
3
Skagamenn í sókn. Hættuleg sending inn á teiginn en Kristinn bjargaði og komst inn í hana.
1 Leikur hafinn
Skagamenn byrja með boltann og sækja í áttina að knattspyrnhöllinni undan vindinum.
0
Skagamenn virðast vera hættir að setja "Skagamenn skoruðu mörkin" á fóninn. Þess í stað hljómar eitthvað: "Skagamenn gulir og glaðir" lag sem ég kannast ekki við.
0
Blikarnir unnu baráttusigur á Val í síðustu umferð, þeirra fyrsti sigur í deildinni í sumar. Skagamenn áttu hins vegar erfiðan dag í Kaplakrika og töpuðu 4:1 fyrir FH.
0
Atli Sigurjónsson situr áfram á bekknum hjá Breiðabliki. Fyrirliði Blika Arnór Sveinn Aðalsteinsson er aftur orðinn leikfær eftir höfuðáverka og byrjar inn á.
0
Arsenij Buinickij sem skoraði sitt fyrsta mark í deildinni fyrir ÍA gegn FH í síðustu umferð kemur aftur inn í byrjunarliðið. Arnar Már Guðjónsson er ekki í leikmannahópi ÍA í kvöld. Teitur Pétursson og Ásgeir Marteinsson setjast á bekkinn og í liðið koma Darren Lough og Gylfi Gylfason.
0
ÍA er í 10. sæti deildarinnar með 4 stig en Breiðablik, sem hefur ekki tapað leik til þessa, er í 7. sætinu með 6 stig.
0
Velkomin með mbl.is upp á Skipaskaga þar sem nýliðar ÍA taka á móti Breiðabliki í 5. umferð Pepsi-deildar karla.
Sjá meira
Sjá allt

ÍA: (4-4-2) Mark: Árni Snær Ólafsson. Vörn: Þórður Þ. Þórðarson, Ármann Smári Björnsson, Arnór S. Guðmundsson, Darren Lough. Miðja: Jón Vilhelm Ákason (Ásgeir Marteinsson 79), Albert Hafsteinsson, Marko Andelkovic (Ingimar Elí Hlynsson 66), Gylfi Veigar Gylfason. Sókn: Arsenij Buinickij, Garðar B. Gunnlaugsson (Eggert Kári Karlsson 79).
Varamenn: Páll Gísli Jónsson (M), Sindri S. Kristinsson, Ingimar Elí Hlynsson, Teitur Pétursson, Eggert Kári Karlsson, Steinar Þorsteinsson, Ásgeir Marteinsson.

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur Gunnleifsson. Vörn: Arnór S. Aðalsteinsson, Elfar Freyr Helgason, Damir Muminovic, Kristinn Jónsson. Miðja: Oliver Sigurjónsson, Andri Rafn Yeoman, Arnþór Ari Atlason. Sókn: Höskuldur Gunnlaugsson, Ellert Hreinsson (Ismar Tandir 89), Guðjón Pétur Lýðsson (Atli Sigurjónsson 75).
Varamenn: Aron Snær Friðriksson (M), Kári Ársælsson, Ismar Tandir, Atli Sigurjónsson, Gunnlaugur H. Birgisson, Davíð K. Ólafsson, Guðmundur Friðriksson.

Skot: Breiðablik 13 (7) - ÍA 4 (3)
Horn: ÍA 5 - Breiðablik 8.

Lýsandi: Kristján Jónsson
Völlur: Norðurálsvöllurinn

Leikur hefst
26. maí 2015 19:15

Aðstæður:
Ágætar. Gola, skýjað en nokkuð kalt. Völlurinn lítur ágætlega út.

Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Óli Njáll Ingólfsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert