Við tókum skref upp á við

Rakel Hönnudóttir í leiknum í kvöld.
Rakel Hönnudóttir í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn

„Mér fannst við vera að spila vel. Við byrjuðum af krafti. Við höfum ekki verið að gera það í undanförnum leikjum. Þetta hefur verið upp og niður, við höfum ekki byrjað leikina vel en komið til baka í seinni hálfleik og unnið leikina þá. Þessi leikur var miklu betri og við spiluðum báða hálfleikana vel  sem er mjög mikilvægt. Við tókum skref upp á við í dag,“ sagði Rakel Hönnudóttir fyrirliði Breiðabliks.

Blikarnir lögðu leikinn hins vegar ekkert öðruvísi upp í dag, það gekk hins vegar allt upp.

„Eins og alla hina,“ sagði Rakel aðspurð um hvernig liðið hefði lagt leikinn upp og hélt áfram. „Það tókst bara vel upp í dag, það gekk allt upp og það voru allir að spila mjög vel, sagði Rakel.

Breiðablik gerði jafntefli við KR í síðustu umferð sem voru mikil vonbrigði fyrir Breiðablik sem spáð var titilinum en í dag sýndi liðið sparihliðarnar.

„Það voru allir að sýna sínar bestu hliðar í dag.  Það vantaði gleðiina og viljann í síðasta leik en í dag mætti allt annað lið, við spiluðum frábærlega,“ sagði Rakel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka