Kem reynslunni ríkari til baka sem betri persóna

Kristinn Jónsson.
Kristinn Jónsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Mér leiðist ekk­ert að koma upp völl­inn, það er hluti af mín­um leikstíl en stund­um geri ég kannski full­mikið af því,“ sagði bakvörður­inn Krist­inn Jóns­son í liði Breiðabliks, en hann er leikmaður sjöttu um­ferðar Pepsi-deild­ar karla í knatt­spyrnu að mati Morg­un­blaðsins. Krist­inn átti stór­an þátt í öll­um mörk­um Blika í 3:0-sigri þeirra á Íslands­meist­ur­um Stjörn­unn­ar á sunnu­dag, sem tapaði þar sín­um fyrsta deilda­leik frá haust­inu 2013.

„Þetta var hrika­lega góður leik­ur al­veg frá mark­manni til fremsta manns. Það væri hægt að taka hvern ein­asta mann út úr liðinu og segja hversu vel hann stóð sig. En það er alltaf gam­an að leggja upp eða skora mörk, það er bara auka­bón­us,“ sagði Krist­inn við Morg­un­blaðið í gær, en hann fór oft illa með varn­ar­menn Stjörn­unn­ar í leikn­um þegar hann kom á ferðinni upp væng­inn.

„Ég þarf stund­um að halda aft­ur af mér en það er hrika­lega gam­an að taka þátt í sókn­ar­leikn­um og Breiðablik spil­ar fót­bolta sem hent­ar mér mjög vel,“ sagði Krist­inn, sem setti sér mark­mið fyr­ir tíma­bilið hversu mörg mörk hann ætlaði sér að leggja upp. „Ég og Andri Yeom­an erum í smá­veðmáli um fjölda stoðsend­inga í sum­ar og ég er kom­inn ansi ná­lægt mark­miðinu eins og staðan er í dag. En við höld­um því fyr­ir okk­ur þar til ég næ töl­unni,“ sagði Krist­inn.

Blikarn­ir skut­ust með sigr­in­um upp í þriðja sætið og eru ósigraðir á þessu almanaks­ári. Þeir unnu bæði und­ir­bún­ings­mót­in fyr­ir tíma­bilið og eru nú ein­ir liða tap­laus­ir í deild­inni. Krist­inn seg­ir Blika þó með báða fæt­ur á jörðinni, en mark­miðin séu skýr.

Sjá nán­ar ít­ar­legt viðtal við Krist­in í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins í dag og þar er einnig úr­valslið Morg­un­blaðsins úr 6. um­ferð deild­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert