Bjarni sendi FH eitt á toppinn

Böðvar Böðvarsson úr FH og Rolf Toft úr Víkingi í …
Böðvar Böðvarsson úr FH og Rolf Toft úr Víkingi í leiknum í kvöld. mbl.is/Golli

FH-ingar eru einir á toppi Pepsi-deildar karla í knattspyrnu eftir sigur á Víkingum, 1:0, á Víkingsvellinum í kvöld í síðasta leik 7. umferðarinnar þar sem Bjarni Þór Viðarsson skoraði sigurmarkið.

FH er með 16 stig á toppnum, stigi meira en Breiðablik sem lagði Leikni að velli í kvöld. Víkingar eru áfram með 6 stig í níunda sæti deildarinnar.

Fyrri hálfleikurinn var ákaflega tíðindalítill og heildarniðurstaða hans í tölum var sú að FH átti tvö markskot en Víkingur ekkert. Víkingar áttu tvær hættulegar skyndisóknir, í byrjun og undir lokin en náðu ekki að reka endahnútinn á þær. FH var mun meira með boltann en komst lítið áleiðis þegar vítateigur Víkings nálgaðist. Þar voru heimamenn þéttir fyrir og vel skipulagðir og lokuðu á nánast allar leiðir.

Víkingar byrjuðu seinni hálfleikinn með látum því strax á 2. mínútu hans skallaði Arnþór Ingi Kristinsson í þverslá FH-marksins.

En á 51. mínútu voru það FH-ingar sem náðu forystunni. Jón Ragnar Jónsson sendi fyrir mark Víkings frá hægri og Bjarni Þór Viðarsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild hér á landi með góðum skalla, 0:1.

Engu munaði að Víkingar jöfnuðu metin á 69. mínútu þegar Andri Rúnar Bjarnason átti hörkuskot í stöng eftir góða sókn Víkinga og sendingu frá  Rolf Toft.

Vikingar sóttu meira eftir þetta en FH-ingar héldu sínum hlut og innbyrtu þrjú mikilvæg stig.

Hér fyrir neðan er bein textalýsing frá leiknum. Viðtöl munu birtast hér á mbl.is seinna í kvöld og fjallað verður um leikinn í Morgunblaðinu í fyrramálið.

Þá er fylgst með gangi mála í öll­um leikj­un­um á ein­um stað í ÍSLENSKA BOLT­AN­UM Í BEINNI hér á mbl.is.

Víkingur R. 0:1 FH opna loka
90. mín. Tómas Guðmundsson (Víkingur R.) á skalla sem fer framhjá Skalli framhjá eftir fyrirgjöf frá vinstri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert