Gríðarlega mikil barátta í liðinu

Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson Eva Björk Ægisdóttir

Gunn­laug­ur Jóns­son, þjálf­ari Skaga­manna var ánægður með stigið í kvöld sem liðið fékk þegar það mætti Fylki en niðurstaðan varð marka­laust jafn­tefli í þess­ari sjö­undu um­ferð Pepsi-deild­ar karla.

„Ég tek þessu stigi fagn­andi. Leik­ur­inn er mik­il fram­för hjá okk­ur, alla­vega það sem við leggj­um í hann. Það var bar­átta í okk­ur og við höld­um mark­inu hreinu sem er mjög já­kvætt. Þetta var mik­il fram­för frá síðustu leikj­um á móti Fjölni sem var okk­ur ekki til sóma,“ sagði Gunn­laug­ur við mbl.is eft­ir leik­inn í kvöld.

Það vantaði hins veg­ar afar mikið sókn­ar­lega hjá Skag­an­um í kvöld. Liðið sakn­ar Garðar­son Gunn­laugs­son­ar afar mikið og Gunn­laug­ur veit af þess­um sókn­ar­vand­ræðum liðsins.

„Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að við eig­um ým­is­legt inni þar en fyrst og fremst sner­ist þetta um að halda mark­inu hreinu og svo von­and­in að læða einu inn í lok­in en við vor­um ekki að „all in“ í sókn­ar­leikn­um. Við þurft­um að halda þesum punkti og við þiggj­um hann, við þurf­um á stig­inu að halda til að halda okk­ur frá botn­in­um,“ sagði Gunn­laug­ur en ÍA hef­ur fimm stig, stigi meira en Kefla­vík og ÍBV í fallsæt­un­um en það var bar­átt­an sem skilaði liðinu stigi í dag.

„Ekki spurn­ing. það var gríðarlega mik­il bar­átta í liðinu í dag og mér fannst liðsheild­ar­brag­ur vera á þessu. Við vor­um að vinna fyr­ir hvorn ann­an og við þurf­um að ná því upp ef við ætl­um að ná inn ein­hverj­um stig­um, sagði Gunn­laug­ur.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert