Stórveldin gerðu jafntefli í Vesturbænum

Gunnar Gunnarsson, KR, með fyrirgjöf en Ármann Smári Björnsson fyrirliði …
Gunnar Gunnarsson, KR, með fyrirgjöf en Ármann Smári Björnsson fyrirliði Skagamanna verst af miklum móði. Mbl.is/Eva Björk

KR og ÍA gerðu 1:1 jafntefli á KR-vellinum í 8. umferð Pepsi-deildar karla. KR er því með 14 stig í 4. sæti deildarinn en ÍA í þriðja neðsta sæti með 6 stig.

Fyrri hálfleikur byrjaði rólega. Skagamenn fengu fyrsta færið þegar Ásgeir Marteinsson fékk boltann innfyrir vörn KR á 10. mínútu, sólaði Stefán Loga, sem var kominn í lélegt úthlaup, en skaut boltanum framhjá úr frekar þröngu færi. KR átti í vandræðum með að skapa sér færi og Skagamenn voru sterkari og komumst verðskuldað yfir á 44. mínútu. Ólafur Valur Valdimarsson gaf þá frábæra sendingu inn í teiginn frá vinstri kantinum og í teignum var Ásgeir Marteinsson einn og óvaldur og skallaði boltann snyrtilega í markið. ÍA verðskuldað marki yfir þegar flautað var til hálfleiks.

KR-ingar mættu kraftmeiri til síðari hálfleiks og náðu að jafna leikinn á 61. mínútu. Óskar Örn Hauksson fékk boltann inni í teig í mikilli þvögu og reyndi skot sem fór í Almarr Ormarsson og í netið og staðan 1:1.

Þrátt fyrir pressu KR og ágæt færi á báða bóga skoruðu liðin ekki meira en næst því komst Jón Vilhelm Ákason þegar Stefán Logi varði skot hans úr aukaspyrnu í slá á lokasekúndum leiksins. 1:1 jafntefli því niðurstaðan.

Smelltu á ÍSLENSKA BOLTANN Í BEINNI til þess að fylgjast með öllu sem gerist í leikjum kvöldsins.

KR 1:1 ÍA opna loka
90. mín. Jón Vilhelm Ákason (ÍA) á skot framhjá Kemst einn í gegn hægra megin en reynir að vippa yfir Stefán Loga og skýtur framhjá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert