Úr neðsta í næstefsta flokk fyrir HM 2018

Íslenska landsliðið sem sigraði Tékka.
Íslenska landsliðið sem sigraði Tékka. mbl.is/Golli

Ísland er öruggt um sæti í 2. styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir næsta heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem fram fer í Rússlandi 2018. Ísland var í 6. og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla fyrir HM 2014.

Sigurinn á Tékkum á föstudag fleytir Íslandi upp í 16. sæti yfir sterkustu þjóðir Evrópu á styrkleikalista FIFA, samkvæmt útreikningum Morgunblaðsins eftir leiki helgarinnar í undankeppni EM. Nýr listi verður birtur 9. júlí og þeir örfáu vináttulandsleikir sem eru á dagskrá í Evrópu fram að því breyta ekki stöðu Íslands. HM-drátturinn 25. júlí tekur mið af stöðu á heimslista og verða efstu 9 þjóðirnar í 1. styrkleikaflokki, en liðin í 10.-18. sæti í 2. flokki.

Ísland verður aftur efst Norðurlandaþjóða á listanum, rétt fyrir ofan Danmörku og rétt á eftir Frakklandi. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert